fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Elísabet Kristín hvetur konur til þess að gefa egg: „Tæplega 80 konur á biðlista eftir eggjum og biðin um 2 ár“

Öskubuska
Þriðjudaginn 26. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að eignast börn er alls ekki sjálfsagður hlutur, ég er svo heppin að að hafa ekki átt í neinum erfiðleikum og á tvær yndislegar dætur. Á síðustu árum hef ég kynnst nokkrum konum/pörum sem hafa átt í erfiðleikum, hafa reynt í langan tíma og jafnvel misst fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ég get ekki ýmindað mér tilfinninguna að ganga í gegnum það og í langan tíma hefur mig langað til þess að gefa egg. Reyna að gera það sem ég get til þess að hjálpa fólki sem dreymir um að eignast börn en getur það ekki nema með hjálp. Af einhverri ástæðu setti ég það alltaf á bið.

Biðin eftir gjafaeggi er um 2 ár

Í febrúar las ég frétt, sem þið getið lesið hér þar sem stóð að það væru tæplega 80 konur á biðlista eftir eggjum og að biðin sé um 2 ár. Þá tók ég ákvörðun um að núna væri rétti tíminn fyrir mig að gefa og í endan febrúar sendi ég póst á reykjavik@livio.is og byrjaði ferlið. Þau sendu mér spurningalista tilbaka sem ég svaraði og fékk í kjölfarið tíma í viðtal og skoðun hjá lækni. Þar gekk allt vel og þá fékk ég tíma hjá félagsráðgjafa, við ræddum um ýmislegt, líðan mín, hvers vegna ég væri að gefa egg, fjölskyldusöguna mína, hvort það væru einhverjir sjúkdómar í fjölskyldunni og fleira. Eftir það fékk ég tíma í meðferðarfræðslu þar sem var farið yfir lyfin sem eru notuð, hvernig skal nota þau og hvenær og hvernig eggheimtan sjálf færi fram.

Ég beið síðan eftir því að byrja á blæðingum og þegar það gerðist byrjaði ég að nota kvöld sprautuna. Fyrsta sprautan var 6. júní og var ég búin að kvíða því mjög lengi að byrja að sprauta mig. Ég er með rosalega sprautufóbíu og var heillengi að telja í mig kjark til að nota fyrstu sprautuna en eftir hana varð þetta mun auðveldara og í endan var ég farin að sprauta mig 2x á dag án þess að hugsa um það.

Fékk að fylgjast með aðgerðinni

11. júní byrjaði ég svo að nota morgun sprautuna og fór í skoðun upp í Livio til þess að athuga hvort það þyrfti að breyta skammtinum af sprautunum, allt leit vel út og skammturinn af kvöld sprautunni var hækkaður úr 150mg í 225mg og fékk annan tíma í skoðun föstudaginn 15. júní. Þá hitti ég Snorra sem er yfirlæknir hjá Livio og framkvæmir eggheimtuna, hann skoðaði mig og bókaði mig svo í eggheimtuna strax mánudeginum eftir. Eftir það var ein kvöldsprauta og ein morgunsprauta eftir og svo notaði ég nefúða á laugardagskvöldinu til þess að koma í veg fyrir að eggin myndu losa sig sjálf.

Ég fékk verkjalyf með mér heim sem ég átti að taka áður en ég mætti og ég þurfti svo að hafa einhvern með mér til þess að skutla mér heim þar sem það má ekki keyra heim eftir eggheimtuna. Það má svo taka einhvern með sér inn í eggheimtuna og kærasti minn kom með mér.

Ég mætti klukkan 9 og var sett inní herbergi þar sem ég klæddi mig úr og fór í slopp, það var hægindastóll þar inni svo maður gæti slakað á eftir aðgerðina áður en maður færi heim. Eggheimtan var svo klukkan 9:30 og þá fékk ég morfínskylt lyf í æð og staðdeyfingu í vinkonuna.

Aðgerðin er svo framkvæmd með sónartæki sem sett er smá nál framan á til þess að sjúga vökvann úr eggbúunum. Þú færð að fylgjast með öllu sem er að gerast á skjá fyrir framan þig og Snorri útskýrir svo allt hvað sé í gangi.

Náðu 20 eggjum

Þetta tók u.þ.b. 30-40 mínútur og og gekk allt mjög vel, ég fékk svo að vita hversu mörg egg náðust og það voru 20 egg í heildina. Eftir aðgerðina var ég svo í smá hvíld í 2 daga en kærasti minn fór með stelpurnar okkar til tengdó svo ég gæti slakað á, ég er búin að finna voðalega lítið fyrir verkjum og er bara mjög hress eftir aðgerðina.

Starfsfólkið hjá Livio er allt saman yndislegt og það er hugsað ótrúlega vel um mann, ég er mjög þakklát fyrir tækifærið að geta gefið af mér og vonast til þess að geta gefið aftur bráðlega, á sama tíma vil ég hvetja aðrar konur til þess að íhuga að gefa egg. Þetta er ótrúlega falleg og dýrmæt gjöf.

Færslan er skrifuð af Elísabetu Kristínu og birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“