fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Sólrún þjáist af ógreinanlegum veikindum: „Það var oft sagt við mig að ég væri bara að ljúga til þess að þurfa ekki að mæta í skólann“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 23. júní 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólrún Liza Guðmundsdóttir var alltaf mikið veik sem barn en þegar hún var í kringum tíu ára gömul fór hún að upplifa eitlastækkanir og miklar bólgur víðs vegar um líkamann. Sólrún hefur gengið í gegnum miklar rannsóknir til þess að reyna að komast að því hvað sé að hrjá hana en erfiðlega hefur gengið að greina nákvæmlega hvað sé að henni.

„Ég er sem sagt með ógreint að sjálfsofnæmi sem lýsir sér þannig að ég fæ eitlastækkanir og miklar bólgur víðs vegar um líkamann. Þessu fylgir oft hiti, þreyta, verkir, ógleði og margt annað,“ segir Sólrún í viðtali við Bleikt.

Erfitt að skipuleggja framtíðina

„Þetta getur staðið yfir í marga daga, jafnvel vikur og því er erfitt fyrir mig að ætla að gera einhverskonar framtíðarplön þar sem ég veit aldrei hvenær þetta kemur og hvað ég verð veik lengi.“

Veikindi Sólrúnar hafa tekið mikið á hana og eftir að einkenni hennar fóru að koma reglulega greindist hún einnig með kvíða.

„Það gerði það að verkum að ég átti erfitt með að fara út úr húsi og mæta í skólann þar sem mér fannst allir vera að dæma mig. Ég fór einnig að missa hluta af hárinu og tók það virkilega mikið á mig.“

Sólrún er í dag átján ára gömul og býr hún á Álftanesi.

„Ég er í námi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ sem gengur svolítið upp og niður vegna mikill fjarvista. Ég er samt staðráðin í því að klára námið sem fyrst. Líf mitt snýst mikið um það að vinna úr stöðunni eins og hún er hverju sinni þannig að ég reyni að stressa mig ekki of mikið. Ég er mun skárri af kvíðanum núna og hann truflar mig ekki mikið í daglegu lífi.“

Í gegnum líf Sólrúnar hafa oft komið tímabil þar sem hún hefur verið of veik til þess að gera neitt.

„Það getur verið frekar erfitt og líkamlega verð ég oft þreytt við minnsta álag. Bara það að vera svefnlaus í tvær til þrjár nætur getur komið af stað miklu kasti. Ég er líka með Psoriasis sem blossar aðallega upp ef ég er undir miklu álagi eða slöpp. Einnig grunar læknunum að ég sé með Legslímuflakk eða fjölblöðruheilkenni þannig að þetta er svolítið stór pakki. Það er ekki vitað hvort þetta tengist kannski allt eða hvort að ég sé bara svona óheppin.“

Hefur orðið fyrir aðkasti vegna veikinda sinna

Vegna þess hve reglulega Sólrún var veik sem barn hefur verið erfitt fyrir læknana hennar að greina til um hvenær að sjálfsofnæmi hennar byrjaði.

„Það er líklegt að þetta hafi alltaf verið en þetta versnaði mjög mikið þegar ég var svona 10 ára. Ég hef prófað mörg mismunandi lyf og lyfjakokteila, margt af því hefur virkað í einhvern tíma en hættir svo að gera gagn. Það eina í stöðunni núna er bara að halda áfram rannsóknum og prófa fleiri lyf.“

Sólrún þarf alltaf að passa sig vel að fá nægan svefn og hreyfingu en þreyta ýtir virkilega undir veikindi hennar. Veikindi Sólrúnar hafa haft mikil áhrif á líf hennar en þegar hún var í grunnskóla lenti hún reglulega í aðkasti vegna þeirra.

„Grunnskóla árin voru mjög erfið og það var oft sagt við mig að ég væri bara að ljúga til þess að þurfa ekki að mæta í skólann. Ég átti erfitt með að finna vini sem skildu hvað ég var að ganga í gegnum. Ég fæ enn allskonar skíta komment frá fólki sem skilur ekki hvernig ég get til dæmis mætt í afmæli á laugardegi en svo ekki mætt í skólann á mánudegi. Ég er samt búin að læra að taka þetta ekki inn á mig. Fólk er bara þannig að það á erfitt með að skilja hluti sem það upplifir ekki sjálft.“

Deilir reynslu sinni opinberlega

Sólrún hvetur því fólk til þess að vera ekki dómhart hvort á annað þar sem flestir muni ganga í gegnum eitthvað á lífsleiðinni sem getur verið erfitt fyrir það.

„Það er svo lítið mál að vera bara umburðarlynd og reyna að sýna skilning þótt maður skilji ekkert endilega allt sem aðrir eru að takast á við.“

Sólrún tók ákvörðun á dögunum um að opna Snapchat reikning til þess að leyfa fólki að fylgjast með baráttu sinni við veikindin í þeirri von um að henni og öllum þeim sem berjast við einhverskonar svipuð veikindi verði sýndur meiri skilningur.

Hægt er að fylgjast með Sólrúnu á Snapchat undir notandanafninu: sollaliza
Einnig er hægt að fylgjast með henni á Instagram undir notandanafninu: solrungudmunds

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.