fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Hamingja eftir erfiðan tíma – Ólafur og Snjólaug giftu sig – Ekki sjálfgefið að fá aftur tækifæri

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 22. júní 2018 08:50

Ólafur Gottskálksson og Snjólaug Þorsteinsdóttir hamingjusöm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur og Snjólaug innileg á brúðkaupsdaginn.

Ólafur Gottskálksson og Snjólaug Þorsteinsdóttir gengu í það heilaga þann 10. júní síðastliðinn. Ólafur var á tímabili einn þekktasti knattspyrnumaður landsins en hann stóð í marki Keflavíkur, KR og ÍA auk þess sem hann varð atvinnumaður erlendis, meðal annars með Hibernian og Brentford á Bretlandi við góðan orðstír. Ólafur er einn besti markvörður sem Ísland hefur átt. Ólafur missti síðar tökin á áfengi og leiddist út í fíkniefnaneyslu. Ólafur ákvað fyrir tveimur árum að setja tappann í flöskuna eins og frægt er orðið. Í dag leikur lífið við hin nýbökuðu hjón.

Aðspurður um hvernig hann kynntist Snjólaugu svarar Ólafur: „Ég sá hana fyrst árið 2006 en við náðum saman fimm árum síðar. Það hefur ekki slitnað á milli okkar síðan,“ segir Ólafur. Saman eiga hjónin tvö börn, sex ára strák og sjö ára stelpu. „Eftir sjö og hálfs árs samband gengum við í heilagt hjónaband þann 2. júní. Við fórum í brúðkaupsferð til Krítar þann 15. júní og verðum á Krít í Grikklandi í tíu daga. Þetta er fyrsta fríið okkar barnlaus.“

Ólafur tjáði sig einnig á Facebook um þá miklu breytingu sem orðið hefur á lífi hans.

„Hve heppinn er ég eftir allt sem ég hef komið mér í, margt alveg frábært og gott. Ég var margfaldur meistari með öllum flokkum Keflavíkur í körfubolta, mörg ár viðriðinn A-landsliðið í knattspyrnu og spilaði marga leiki fyrir mína þjóð. Ég fékk drauminn uppfylltan og hafði atvinnu af fótbolta í sjö ár og á fullan kassa af frábærum minningum frá íþróttaferlinum. Og svo hvað? Ég lét undan sjúkdómnum, alkóhólisma, sem kom út hjá mér sem fíkn í efni sem gengu næstum af mér dauðum og hefur tekið ófá lífin frá góðu fólki.“ Um þá baráttu opnaði Ólafur sig á einlægan hátt í fjölmiðlum eftir að hafa ekið undir áhrifum með barn í bílnum. Ólafur ákvað á þessum tímapunkti að snúa við blaðinu. Hann vildi breyta lífi sínu og var staðráðinn í að láta gott af sér leiða. Það gekk eftir. Ólafur segir:

„Það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri eftir tækifæri til að koma sér á rétta braut og vera í þeirri stöðu sem ég er í dag, eiga konu sem elskar mig eins og ég er, eiga fjögur heilbrigð yndisleg börn, eiga þak yfir höfuðið og geta fært mat á borðið okkar alla daga.“

Í sólinni og rólegheitunum í Grikklandi upplifði Ólafur gríðarlegt þakklæti þegar hann bar saman líf sitt í dag og þegar hann var í fjötrum Bakkusar. Hann fann fyrir þakklæti fyrir að eiga fjölskyldu og hafa fengið tækifæri og stuðning frá starfsmönnum HS Orku. „Eftir að hafa misstigið mig illilega fyrir tveimur árum fékk ég ómetanlegan stuðning frá hverjum einasta starfsmanni þar, veit ekki hvar ég væri án þeirra allra,“ bætir Ólafur við. Aðspurður hvort hann hafi séð lið Íslands etja kappi við Argentínu og hvort hann ætli að horfa á leik Íslands og Nígeríu á morgun svarar landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi:

„Við horfðum á Ísland gera jafntefli við Argentínu með stórum hópi Íslendinga þar sem Hannes heillaði mig einu sinni enn upp úr skónum, gamli boltastrákurinn minn úr KR. Á morgun ætlum við Íslendingarnir hér á Krít að hittast aftur á Milos café og horfa á okkar stráka vinna Nígeríu,“ segir hinn hamingjusami fyrrverandi landsliðsmarkvörður að lokum, fullur þakklætis.

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.