fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

7 góð ráð gegn kvíða

Mæður.com
Föstudaginn 22. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ég sjálf að berjast við mikinn kvíða og langar til þess að deila með ykkur þeim ráðum sem ég nota oft þegar ég fæ kvíðakast.

Ég átta mig alveg á því að hver og einn er misjafn enda er ég að deila mínum ráðum sem virka á mig og getur vonandi einhverjum hjálpað öðrum.

Ólafía Gerður : Höfundur greinar

7 ráð gegn kvíða

1. Hlusta á rólega tónlist og gera öndunaræfingar

2. Fara út í bíltúr á einhvern stað þar sem þú ert ein/n og öskra! Þvílík útrás sem maður getur fengið út úr því

3. Mér finnst oft virka að hugsa ekki of mikið um hlutina og hugsa hvað væri það versta sem gæti gerst sem er svo oft ekki það slæmt, en fer eftir aðstæðum auðvitað.

4. Tala við einhvern sem ég treysti, það eru stundum mismunandi manneskjur sem ég get talað við sitthvorn hlutinn. Það er um að gera að tala við manneskjuna sem þú treystir fyrir aðstæðunum.

5. Hlaupa! Hvort sem það er í ræktinni eða úti! Oftast þegar ég verð pirruð og fæ einhvern kvíðahnút í magan þá finnst mér æðislegt að hlaupa þangað til mér byrja að líða eins og lungun í mér séu að springa!

6. Ekki halda þessu inni! Hvað sem er í gangi. Ekki setja á þig grímu og byrgja allt saman inni, þú springur á endanum sem er viðbjóðsleg tilfinning! Það er ekki hollt fyrir neina manneskju að byrgja hlutina inni. Alveg sama hversu erfitt það er að tala við einhvern þá bara gerðu það samt. Þér mun líða betur á endanum!

7. Síðast og það sem mér finnst mikilvægast! EKKI GEFAST UPP!! Þetta líður hjá á endanum! Þessi hugsun hefur gert rosalega mikið fyrir mig. Sérstaklega þegar ég er mjög langt niðri, finnst eins og allt sé ómögulegt eða er á mörkunum að æla af kvíða, það líður allt hjá.

Hugsið vel um ykkur.

Færslan birtist upphaflega á Mæður. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.