fbpx
Bleikt

Oddný Silja stefnir á fullkomið Instagram: „Hvernig á fólk að ná árangri og upplifa hamingju ef það hefur ekki annað frábærara fólk til að bera sig saman við?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 21. júní 2018 19:00

Oddný Silja er stórskemmtileg tveggja barna móðir úr Garðabænum. Oddný starfar sem flugfreyja en er um þessar mundir í fæðingarorlofi með yngri son sinn sem er einungis tveggja mánaða gamall.

„Mér hefur lengi fundist vanta hið fullkomna instagram á Íslandi. Oftar en ekki eru Instagrömmin falleg en alltof náttúruleg og sýna jafnvel mjög mikið af raunverulegu lífi viðkomandi eins og það er dag frá degi,“ skrifaði Oddný Silja kaldhæðnislega þegar hún birti sína fyrstu mynd á Instagram reikningi sínum.

Gerir grín að sjálfri sér og móðurhlutverkinu

Oddný tók ákvörðun um að stofna skemmtilegan Instagram reikning þar sem hún gerir góðlátlegt grín að sjálfri sér og þeim staðalímyndum sem myndast hafa í gegnum árin af móðurhlutverkinu.

„Hér hlakka ég til að deila með venjulegu fólki eins og ykkur snjöllum ráðum til þess að auka lífs hamingju og hvernig er best að skapa fallega, klassíska og umfram allt óraunhæfa ímynd á instagram sem annað fólk mun bera sig saman við en auðvitað aldrei takast.
Lífsgleðin sjálf getur hæglega legið í því að vera fullkominn á instagram (og auðvitað í lífinu sjálfu eins yfirleitt hjá mér).“

Hamingjan kemur í gegnum Instagram

Á tveimur nýjustu myndunum sem Oddný birti á Instagram síðu sinni og vöktu athygli blaðamanns skartar hún berum maga þar sem hún sýnir „fyrir“ og „eftir“ fæðingu myndir.

„Tönuð og pökkuð. Ég hef farið 6 sinnum út að skokka og gert planka minnst 3 eftir fæðinguna og snerti ekki nammi nema mán, mið, fös og lau, fasta 3 tíma á þriðjudögum og borða bara kjöt eftir kl 20 á sunnudögum. Það er enginn að segja að árangurinn komi strax en það er mikilvægt að ná honum sem fyrst og svo deila með öllum, til að vera innblástur, snýst alls ekki um að upphefja sjálfa mig og like’in! Þið verðið að eiga góða fyrirmynd til að líta upp til, minna ykkur á að þið getið líka orðið frábær með 8pack! Hvernig á fólk annars að ná árangri í heilbrigðum lífsstíl og upplifa hamingju ef það hefur ekki annað frábærara fólk til að bera sig saman við á instagram?“

„Fyrir og eftir mynd. BARA 2 mánuðir á milli mynda, 2 dögum eftir fæðingu og núna 2 mánuðum eftir fæðingu. Árangur erfiðis loks að koma í ljós og langar til að veita ykkur innblástur. Það ER hægt að fá 8pack eftir meðgöngu – það er ekki allt lygi sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Greinilegt er að Oddný fer í gegnum lífið með húmorinn að vopni og hvetjum við ykkur til þess að kíkja á Instagrammið hennar og njóta sprenghlægilegra mynda og hnyttinna orða.

Hægt er að fylgjast með Oddný á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: oddnysilja

 

Fleiri skemmtilegar myndir frá Oddný Silju:

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“