fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Íslenskar konur deila bráðfyndnum lygum sem þær trúðu sem börn

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 19. júní 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest öll þekkjum við það að hafa gleypt auðveldlega við einhverri lygi þegar við vorum börn og flest öll notum við gjarnan þessar lygar sjálf þegar við erum orðin fullorðin.

Sem dæmi má nefna þá algengu lygi sem sögð er börnum sem eiga það til að rúlla sér niður brekku „þú færð garnaflækju ef þú heldur þessu áfram,“ eða „augun á þér verða kassótt ef þú horfir svona mikið á sjónvarpið.“

Það eru til margar álíka saklausar lygar sem yfirleitt eru sagðar í sakleysi til þess að vernda börn fyrir slysahættu.

Það er þó oft sem fullorðnir segja eitthvað sem börn taka sem heilögum sannleik og trúa á í mörg ár, þrátt fyrir að sá fullorðni sé jafnvel löngu búinn að gleyma að hafa sagt.

Börn eru jafnframt með ríkt ímyndunarafl og því auðvelt fyrir þau að sjá fyrir sér allskonar aðstæður sem ekki eru raunverulegar. Því þurfa fullorðnir einstaklingar stundum að passa sig hvað þau láta út úr sér í kringum börn. Yfirleitt eru þetta þó saklausar litlar vangaveltur hjá börnunum sem átta sig fljótlega þegar þau komast á unglingsárin að þau hafa verið að trúa einhverju sem er algjör vitleysa.

Raunveruleg dæmi um lygar sem Íslenskar konur trúðu sem börn

Á Facebook-hópnum fyndna frænka myndaðist á dögunum skemmtilegur þráður þar sem konur deildu því með hvorri annari hvað væri það heimskulegasta sem þær hefðu trúað þegar þær voru börn. Svörin voru hvoru öðru skemmtilegri og fékk Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að birta hluta af þeim hér:

„Að það væru litlir kallar inn í mér sem að sæju um starfsemina í líkamanum ( allt út af bókinni um mannslíkamann“

„Að fólk sem væri að skilja þyrfti að ganga aftur á bak út kirkjugólfið“

„Að veðurfræðingurinn væri að stjórna veðrinu“

„Amma laug að mér að fuck you þýddi hentu sandi í mig. Ég henti lengi sandi í börn sem fokkuðu á mig“

„Ég hélt að kvikmyndir gerðust á rauntíma.. Það er að segja ef leikari byrjar sem barn í myndinni og verður að gamalmenni þá var ég alltaf jafn undrandi og amazed hvað fólk hafði mikla þolinmæði í að gera eina bíómynd! Þetta tæki svo möööörg ár!“

„Ég trúi því að hvítu rúllurnar á öllum sveitatúnum væri klósett pappír fyrir beljurnar“

„Að fólkið í sjónvarpinu sæi mig“

„Að sveitabæir væru ekki til. Þeir bæir sem við sjáum frá þjóðveginum væru skraut til þess að minna okkur á gömlu dagana. Íslenska lambakjötið kæmi frá einu stóru ríkisreknu fyrirtæki sem væri staðsett í sveitinni. Þakka föður mínum fyrir þessa lygi!“

„Ég hélt að gínurnar í búðum væru uppstoppað fólk“

„Að kyrrþey væri eyja sem væri einungis notuð til að jarðsetja fólk í.“

„Að rauðu og hvítu húsin hjá Álverinu væru geimflaugar“

„Hélt að þeir sem væru þröngsýnir þyrftu gleraugu til þess að laga það. Þeir myndu sem sagt sjá allt þröngt. Halda að þeir kæmust ekki í gegnum venjulega hurð því þeir sæju hana of þrönga.“

„Þegar ég var 6 ára spurði ég systir mína hvað höfuðborg væri. Við sátum í bíl á rauðu ljósi hjá stóra Landsbanka húsinu uppi á höfða. Hún benti út um gluggann og sagði þetta er höfuðborgin og í svona 5 ár hélt ég að landsbankahúsið væri höfuðborg.“

„Ég fengi jafn stórt nef og Gosi og svarta tungu ef ég myndi plata.“

„Alveg þar til ég var sirka tólf ára þá í hvert sinn em einhver sagðist ætla að fara í ríkið þá kveikti ég á sjónvarpinu og stillti á Alþingi til að gá hvort ég myndi sjá þau í þetta skiptið.“

„Ef maður myndi flytja til útlanda þá yrðu augun skásett“

„Var viss um að Jesús væri Íslenskur og hefði verið krossfestur við Blönduós“

„Að keli í stundinni okkar væri alvöru köttur“

„Að kyrrþey væri eyja sem væri einungis notuð til þess að jarðsetja fólk“

„Trúði því lengi vel að maður þyrfti að þegja alla Tröllatunguheiði annars vöknuðu tröllin og tækju mann“

„Að gróðurhúsaáhrifin væri vegna gróðurhúsa“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Roger þótti ekki duga sem fíkniefnaleitarhundur – Sannaði sig sem rústaleitarhundur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.