fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Saga Dröfn grét í hvert skipti sem hún fór til blóðföður síns: „Að fara til þín var mín versta martröð!“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 21:00

„Kæri blóðfaðir, sæðisgjafi, maður? Ég veit ekki hvað ég get kallað þig því ég veit ekki ennþá hvað þú ert fyrir mér. Ég get ekki kallað þig pabba minn, því pabbi minn hefði aldrei gert það sem þú gerðir.“

Á þessum orðum hefst opið bréf Sögu Drafnar á lífsstílssíðunni Mæður, til mannsins sem átti að kallast faðir hennar.

Saga Dröfn

„Nú eru komin mörg ár síðan ég hef séð þig, talað við þig eða heyrt af þér. En þó árin líði, þá sitja enn spurningar eftir. Af hverju elskaðir þú mig ekki? Af hverju tókst þú hans hlið? Af hverju talaðir þú svona niðrandi um mömmu við mig? Af hverju grættir þú mig í hvert einasta skipti sem ég fór til þín?“

Hverju á barnið rétt á?

Í hvert skipti sem Saga neitaði að fara til föður síns fékk hún að heyra um umgengnissamninginn.

„Að þú ættir rétt á því að fá mig til þín. En hverju átti ég rétt á? Ég vildi að þú hefðir hlustað á mig. Að mín skoðun hefði skipt einhverju máli. En ég var bara barn, manstu? Þetta sagðir þú alltaf við mig þegar við vorum ekki sammála.“

Þegar Saga var um átta ára gömul fór hún með föður sínum til Spánar þar sem hann skildi hana eina eftir á sundlaugarbakkanum á meðan hann fór á markað.

„Ég held ég hafi verið átta ára, ég stökk inn á klósettið og þegar ég var komin út varst þú farinn á markaðinn. Þér fannst rosalega gaman, mér fannst ég vera fyrir þér.“

Fastur í lygavef og sjálfsblekkingu

Saga rifjar einnig upp þá stund þegar hún ákvað að strjúka frá föður sínum einungis tíu ára gömul.

„Ég kastaði bangsanum mínum í ferðatösku og labbaði út. Af hverju komst þú ekki á eftir mér? Þegar ég kom aftur varst þú fyrir framan sjónvarpið að sötra á bjórnum þínum, alveg slakur.“

Saga segist hafa verið niðurbrotin með kvíða og vanlíðan vegna hegðunar föður síns í hennar garð.

„Ég veit að þú ert ekki góður maður. Þó þú lifir í þeim blekkingum. Ég sá meira heldur en þú lést í ljós og vissi meira en þú hélst. Þú ert fastur í lygavef og sjálfsblekkingum. Þú telur þig alltaf vera saklausan og að allir séu að ráðast á þig. Þú áttir einu sinni kærustu, yndisleg kona í alla staði. En þú náðir klónum þínum utan um hana. Þessi fallega, saklausa kona átti þetta ekki skilið. Sjáðu til, ég hitti hana eftir að þið hættuð saman. Þegar ég nefndi þig á nafn brotnaði hún niður og grét í fanginu á mér. En þetta er það sem þú gerir við fólk, þú brýtur það niður og byggir það upp eins og þér hentar eða hendir því í burtu.“

Taldi henni trú um að móðir hennar notaði meðlagið ekki fyrir hana

Saga segist einnig hafa fengið að heyra minnst á meðlagið reglulega.

Saga Dröfn þegar hún var ung

„Ó þetta elsku meðlag. Hversu oft fékk ég að heyra um það. Ég man þegar ég var tíu ára gömul hjá þér í nærbuxum sem ég fékk þegar ég var sex ára. Þær voru svo litlar að þær skáru mig í nárann. „Ég  borga mömmu þinni pening einu sinni í mánuði, hún getur keypt ný föt á þig,“ sagðir þú. Þú komst því í höfuðið á litlu barni að þú værir svo göfugur að þú værir að láta mömmu fá pening sem ég átti, alltaf einu sinni í mánuði sem ég gæti notað fyrir mig, en að mamma væri svo hræðileg að hún væri að taka þennan pening frá mer.“

Saga segir að maðurinn sem hún hafi átt að kalla föður sinn hafi alla tíð sett hagsmuni sína ofar allra annarra.

„Að setja hagsmuni annara ofar þínum eigin var aldrei þín sterkasta hlið, en maður hefði haldið að þú hefðir allavega sett hagsmuni barnanna þinna ofar þínum. Þú hélst alltaf að peningar gætu lagað allt. Þú hélst að öll okkar vandamál myndu hverfa ef þú keyptir eitthvað fyrir mig. Að fara til þín var mín versta martröð! En ég slapp úr vítishlekkjum þínum, eftir margar andvökunætur, tár og öskur. Misskilningur kallaðir þú þetta.“

Talaði niður til stjúppabba hennar

Saga segir hegðun föður síns hafa dregið hana niður þar til hún var orðin mjög bæld.

„Mér fannst ég vera að sökkva niður á hafsbotn. Ég horfði upp og reyndi að synda upp í ljósið, vonina um að þetta yrði betra. En það var alltaf eitthvað sem dró mig neðar og neðar sem gerði það erfiðara fyrir mig að ná andanum. Það varst þú.“

Þegar Saga eignaðist annan föður fékk hún að heyra það að hann væri ekki raunverulegur faðir hennar.

„Ég var heppin að eignast annan pabba. Hann setti mig alltaf í fyrsta sæti, gaf mér allt sem eg þurfti og gott betur en það. Ég hefði geta eignast pabba sem var alveg sama um mig, sem gerði upp á milli mín og hinna barnanna. Svona eins og þú gerðir. Í staðin fyrir að hugsa um hversu heppin ég var að hafa eignast pabba sem var góður við mig þá talaðir þú niður til hans. Var það til þess að upphefja sjálfan þig? Varst þú hræddur um að hann væri að standa sig betur en þú? Það eru svo margar spurningar sem sitja eftir í mér. Af hverju elskaðir þú mig ekki? Af hverju vildir þú mig ekki?“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“