fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Alma fór í brjóstnám – Birtir mynd af örinu: „Þetta ferðalag hefur verið það erfiðasta en jafnframt lærdómsríkasta hingað til“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 15. júní 2018 11:30

„Það er magnað að pósta þessari mynd átta mánuðum eftir að brjóstið var tekið. Þetta ferðalag hefur verið það erfiðasta en jafnframt lærdómsríkasta hingað til.“

Á þessum orðum hefst færsla Ölmu Geirdal sem greindist með krabbamein í vinstra brjósti á síðasta ári. Alma er einstæð móðir og hafa veikindi hennar tekið mikinn toll af henni andlega, líkamlega og fjárhagslega.

Alma áður en hún veiktist

Tekin var ákvörðun um að fjarlægja brjóstið strax

„Þetta byrjaði á því að ég fór að finna mikið til í brjósti í lok sumars 2017. Ég fór til heimilislæknis fljótlega sem finnur ekkert athugavert en bókar mig í myndatöku sem ég beið eftir í tvo mánuði.“

Í myndatökunni fannst strax hnútur sem leit illa út og í kjölfarið var Alma bókuð á brjóstadeildina á Landspítalanum.

„Þarna var ég sjálf farin að finna hnútinn og var að drepast í brjóstinu. Það var strax ákveðið að taka þyrfti brjóstið og eitla þar sem þetta var fjögurra stigs krabbamein, sex sentimetra æxli í vinstra brjósti.“

Það var í nóvember á síðasta ári sem Alma fer svo í brjóstnámið.

„Þetta var rosalega erfitt en ég var samt svo fegin að losna við þetta. Það voru einnig teknir eitlar sem fannst ekkert í sem betur fer. Við tók sjö mánaða lyfjameðferðarferli eða sextán skipti takk fyrir, en engir geislar sem var æði.“

Erfiðleikarnir hafa tekið á alla fjölskylduna

Alma í síðustu lyfjameðferð sinni

Alma lauk lyfjameðferðinni nýlega og tekur nú við töflumeðferð í fimm til tíu ár þar sem meinið hennar var hormónavænt.

„Hellings af blóðprufum, sprautum og eftirlit fram undan fylgir. Svo er hjartað eitthvað að stríða mér með óreglulegum hjartslætti svo það er hjartaómun fram undan. Hárið er að koma og eftir alla sterana hef ég þyngst svakalega svo nú tekur við endurhæfing.“

Alma segist koma þakklát út úr þessu erfiða ferli sem tekið hefur á alla fjölskylduna.

„Ég er gríðarlega stolt af börnunum mínum í þessum rússíbana og þakklát fólkinu mínu. Sérstaklega mömmu fyrir að mæta með mér í allar lyfjameðferðirnar nema eina. Áfram veginn.“

Stofnaður var styrktarreikningur fyrir Ölmu í þeirri von að hún þyrfti ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á erfiðleikana sem hún gengur nú í gegnum:

Rkn: 0140-26-064210
Kt: 060979-3759

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“