Bleikt

Ragnhildur: „Börn taka mjög auðveldlega á sig skömm þó þau eigi ekkert í henni“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 14:00

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskylduráðgjafi fjallar um skaðlega skömm í nýjasta pistli sínum. Segir hún skaðlega skömm (toxic shame) vera þegar fullorðið fólk vinnur úr reynslu af einhverskonar ofbeldi úr æsku og rekst þá á rót hugsana sem hefur fylgt þeim fram á fullorðinsárin.

„Hugsanir sem klæða fullorðna ekkert sérlega vel en eru engu að síður hluti af daglegu lífi þeirra. Þessar hugsanir eru knúnar áfram af skaðlegri skömm sem bjó um sig í huga barns,“ segir Ragnhildur Birna.

Ragnhildur Birna

Börn draga ekki réttmæti fullorðinna í efa

„Börn taka mjög auðveldlega á sig skömm þó þau eigi ekkert í henni því börn hafa engar varnir og eru háð því að fullorðnir veiti þeim sýnikennslu í heilbrigði, andlegu og líkamlegu. Fyrsta hugsun barna er oftast: „Ég hef gert eitthvað rangt“ þegar þau eru skömmuð á einhvern hátt. Þau draga ekki réttmæti hinna fullorðnu í efa.“

Ragnhildur segir að þegar við erum börn þá snúist allt um öryggi.

„Hlutverk hinna fullorðnu er að veita börnum þetta öryggi. Fyrstu árin verða börn fyrst og fremst að finna að þau séu ekki sköðuð á neinn hátt og að þau geti tjáð sig óhindrað á heilbrigðan hátt. Ef það tekst geta þau þroskast á eðlilegan hátt og geta meðtekið þann lærdóm sem þeim er ætlaður í lífinu. Þau fara að mynda heilbrigð tengsl við aðra og sýna sjálfum sér og öðrum umhyggju og samkennd.“

Hvað ef þeir sem eiga að veita þetta öryggi, verða uppspretta ótta á einhvern hátt?

„Ótti getur orðið til þegar til að mynda foreldrar taka síendurtekið út eigin gremju á börnunum sínum. Uppeldi einkennist af kaldhæðni ( börn skilja ekki kaldhæðni), síendurtekin rifrildi og ósætti foreldra, líkamleg og tilfinningaleg vanræksla, mikill kvíði eða áfallstreita foreldra og svo framvegis.“

Ragnhildur segir skaðlegar hugsanir eins og „ég er ekki nóg“, „ég get ekki“, „ég geri ekkert rétt“, „ég er vitlaus“ og fleiri fara að festast smátt og smátt í huga barnsins.

„Skömmin smækkar, lokar á þroskamöguleika, gefur rörasýn, dregur úr getu til sjálfsumhyggju og þar af leiðandi dregur hún úr líkum á því að mynduð séu heilbrigð tengsl. Við veljum okkur líf eftir því hvaða hugsanir eru ríkjandi. Skaðleg skömm, sem verður til í æsku fer ekki fullorðnu fólki. Það er mikilvægt að þekkja þá skaðlegu skömm sem fæðist í barnshuganum og vex og dafnar því þegar hún er kunn, er hægt að vinna að því að kveðja hana. Hún hefur ekkert að gera í huga okkar.“

Hægt er að fylgjast með ýmiskonar fræðslu á vegum Ragnhildar á Snapchat undir notandanafninu: ljosberar

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út