fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Bleikt

Addy greindist með heilaæxli tveggja ára: „Þetta er brotni heimurinn sem við lifum í“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmynd af bráðveikri stúlku, haldandi í höndina á eldri bróður sínum, hefur breiðst eins og eldur um sinu um veraldarvefinn, en þarna rúmliggjandi sést hin fjögurra ára Adalynn Joy Sooter. Adalynn Joy – kölluð Addy – greindist árið 2016 með sjaldgæft krabbamein í heila sem nefnist DIPG (e. diffuse intrinsic potine glioma) og er engin lækning við.

Addy var aðeins tveggja ára á þeim tíma þegar hún greindist með heilaæxlið og var send í ítarlega lyfjameðferð. Þeirri meðferð tókst að hægja aðeins á vexti æxlisins en fór það ört vaxandi aftur þegar foreldrar Addy snéru sér að tilraunameðferðum í Mexíkó, sem kostaði fjölskyldunni yfir 150 þúsund dali, eða tæplega 16 milljónir íslenskra króna.

Tilraunameðferðirnar skiluðu góðum árangri í skamman tíma en þá versnaði ástandið stuttu síðar.

„Lítill drengur á aldrei að þurfa að kveðja leikfélaga sin, besta vin eða litlu systur,“ segir pabbi stúlkunnar, Matt Sooter, um ástandið þegar hann uppfærði stöðuna á Facebook. „Svona á þetta ekki að vera, en þetta er brotni heimurinn sem við lifum í.“

Scooter segir að bróðir hennar hafi neitað að fara frá hlið yngri systur sinnar á lokametrunum.

Addy lést skömmu eftir að Matt tók ljósmyndina af systkinunum.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“

Ingibjörg: „Ég vill ekki hugsa til þess hvað hefði gerst ef ég hefði beðið í viku í viðbót með að fara upp á geðdeild“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð

Katy Perry og Orlando Bloom trúlofuð
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.