Bleikt

Kat von D veldur usla: Vill að ófædda barnið sitt verði vegan og óbólusett

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 16:00

  „Ef þú veist ekki hvernig tilfinningin er þegar fólki finnst þú fáránleg, prófaðu að vera ólétt og vegan á opinberum vettvangi.“

Svo mælir húðflúrarinn, fyrirsætan og förðunarfræðingurinn Kat Von D á samfélagsmiðlum sínum. Kat Von D er þekktust fyrir raunveruleikaþáttinn LA Ink og eigin snyrtivörulínu sem fór af stað 2008. Kat á sér yfir tólf milljónir fylgjenda á Facebook og rúmlega sex milljónir á Instagram. Því er óhætt að segja að hún sé mikill áhrifavaldur og eru margir hverjir víða um heim sem fylgja ráðum hennar.

Kat er ólétt um þessar mundir og hefur ollið miklu fjaðrafoki um veraldarvefinn fyrir skoðanir sínar og stöðu á veganisma og ekki síður bólusetningum, en Kat hefur verið opin með það að hyggjast ala upp barnið sitt sem vegan og tilkynnti hún öllum 18 milljónum fylgjenda sinna á dögunum að hún ætlar ekki að bólusetja ófæddan son sinn.

Eitt ummæli við færsluna vakti sérlega mikla athygli. Það var hjá einni móður, Caroline Hirons að nafni, sem var allt annað en ánægð með færsluna fyrirsætunnar og hlutverk hennar sem áhrifavald. Til þess að varpa ljósi á sína hlið tók hún saman sögu sonar síns, Daniel, þegar hann glímdi við hettusótt og útskýrði hvernig miklu verr hefði getað farið ef hann hefði ekki fengið bólusetningu.

Þetta segir í svarinu hjá Caroline:

Móðirin Caroline Hirons hafði sitt að segja.

Þegar sonur okkar var fluttur upp á sjúkrahús síðasta sumar var hann með mikinn hita og farinn að sjá ofsjónir. Hann gat ekki séð okkur þegar við hölluðum okkur yfir hann. Honum leið eins og líkami hans hefði slokknað.

Sonur Caroline.

Sjúkraliðar sinntu honum í 15 mínútur í sjúkrabílnum áður en mátti flytja hann. Þegar við mætum á spítalann er hann strax sendur í sóttkví á bráðamóttökunni, vegna óbærilegs mígrenis sem hann hafði glímt við en hjaðnaði aldrei. Ekki einu sinni með morfíni.

Það tók heila viku til þess að ná hitanum niður, þrátt fyrir að bestu lyf nútíma læknisvísinda voru í boði. Á þeim tíma var hann 23 ára maður, í betra formi en flestir, og spilaði ruðning í fjóra klukkutíma á dag. Hann féll vegna hettusóttar. Hann missti 12 kíló í þyngd. Án afskipta læknisvísinda væri hann ekki á lífi í dag.

Ímyndaðu þér ef hann væri barn. Eða hann væri með gallað ónæmiskerfi. Þegar ég sé fólk eins og Kat Von D að nota sinn miðil til að upphefja það að ala upp ófætt barn án bólusetninga, vil ég að hún og allir fáfróðu drónarnir sem fylgja henni sjái að svona er veruleiki góðkynja sjúkdóma.

Þetta „val“ hjá þér sýnir mikil merki um þrjósku, því við ábyrgu foreldrarnir létum bólusetja börnin okkar. Þessir sjúkdómar voru næstum því farnir, núna eru þeir komnir aftur vegna þess að fólk heldur að það sé betra en allir vísindamennirnir og sérfræðingarnir í nútíma læknisfræðum.

Bólusetjið börnin ykkar. Eða haldið þeim í guðs bænum í burtu frá mínum. Ég tók fjöldan allan af ljósmyndum til að halda Jim á tánnum með hvað væri í gangi á meðan hann var heima að sinna dauðhræddum börnum okkar. Dan gaf mér fullt leyfi til þess að nota myndina hans og segja hans sögu í smáatriðum. Hann er hetjan okkar. Þú ert sú sem við hin erum að reyna að vernda.

 

Ýmsir voru fljótir að mótmæla löngu færslu Caroline, eins og við var að búast, en voru aðrir sem tóku undir og voru henni þakklátir fyrir innleggið.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út