Bleikt

Nýtt heimsmet í nekt­ar­sundi – yfir 2500 konur spókuðu sig á ströndinni

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 10:00

Ár hvert safnast saman hópur kvenna á Magheramore-strönd í Wicklow-sýslu á Írlandi þar sem fram fer nektarsund til styrktar krabba­meins­sjúk­um. Samkoman hefur vaxið hverju sinni en þetta árið tók hún gríðarlegan kipp og kom sér í sögubækur Guinness. Mættu alls 2,505 naktar konur á ströndina til að spóka sig á Evuklæðunum fyrir góðan málstað. Var hiti sjáv­ar þar um 12 gráður á Cel­síus.

Heimsmetið Guinness í nektarsundi var áður í eigu skipuleggjenda sem stóðu að sambærilegri athöfn í Perth í Vestur-Ástralíu árið 2015 þar sem mættu í kringum 786 manns af báðum kynjum.

Þetta er sjötta árið í röð þar sem írsku samtökin Strip & Dip standa að viðburðinum á Írlandi. Stofnandi hópsins, Dee Featherstone, barðist sjálf við brjóstakrabbamein og ákvað að efla til vitundarvakningar árið 2012 með nektarsundi. Lét hún einnig verða af þeirri hugmynd til að sigrast á óöryggi sínu hvað líkama sinn varðar eða örin sem hún hlaut á honum eftir krabbameinið. Margar hverjar konur sem mæta á ströndina hafa sjálfar glímt eða glíma við sjúdóminn af einhverri gráðu.

Í ár tókst að safna saman yfir 275 þúsund evrum, eða rúmlega 34 milljónum íslenskra króna, og fer ágóðinn til krabbameinssamtakana Aoibheann’s Pink Tie.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út