Bleikt

Gekk inn á foreldra sína í miðjum hasar og fékk fyrirlestur

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 17:40

Það þykir ekki öllum skemmtilegt að ræða um kynlíf við foreldra sína og enn síður að labba inn á foreldrana í miðri heilagri athöfn, en þannig komst hin 17 ára gamla Willow Smith að því hvernig börnin verða til.

Fyrir mörgum árum síðan gekk söngkonan unga inn á foreldrana, leikaraparið Will Smith og Jada Pinkett Smith, sem varð til þess að móðir söngkonunnar tók hana á tal og fræddi hana um það sem fer oft fram á bakvið lokaðar dyr. En Jada velti sér samt ekkert upp úr atvikinu og vill almennt stuðla að heilbrigðri umræðu í þessum málum.

Leikkonan mætti ásamt dóttur sinni og móður í spjallþáttinn Red Table Talk á Facebook og hélt engu aftur þegar upp kom umræðan um kynlíf. Þá sagði Jada að bestu ráð sem hún fékk í kynlífi voru frá ömmu sinni.

„Það var amma mín sem kenndi mér allt um sjálfsfróun,“ segir Jada hress. „Hún vildi að ég gerði mér grein fyrir því að unaðurinn kæmi frá sjálfri mér. Hún vildi ekki að ég myndi falla í arma einhvers karlmanns og ef hann gæfi mér unað, að þá héldi ég að þetta væri allt frá honum en ekki mér. Þetta sagði hún við mig þegar ég var níu ára gömul.“

Segir Jada að í kjölfar þessara ráða, að hún hafi náð að öðlast fulla stjórn á eigin líkama og tilfinningum og var farin að veita sjálfri sér raðfullnægingar eftir pöntun fyrir lok tvítugsaldursins. Hvetur Jada aðra foreldra til að tala ekki undir rós og ræða þessi mál við börnin og segir að engin ástæða sé til þess að líta á svona mál sem vandræðalegt umræðuefni.

Adrienne Banfield-Jones með ömmubarninu Willow Smith og dótturinni, Jada Pinkett Smith.
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út