Bleikt

Varð vitni að ljótri framkomu í IKEA: „Ég hélt að kauði myndi springa fyrir framan 6 ára dóttur sína“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 11. júní 2018 18:00

Faðir sem kýs að koma ekki fram undir nafni varð vitni að leiðinlegu atviki fyrir utan Smáland í IKEA í gær.

„Á meðan ég beið eftir því að koma eldri stelpunni inn í Smáland var maður sem missti bæði allt kúl og þolinmæði beint á stúlku sem var að vinna þarna.“

Ástæðuna fyrir því að maðurinn missti sig við starfsmann Smáland segir hann hafa verið algjörlega óþarfa.

„Það voru þarna tvö til þrjú pör á undan með nokkra krakka sem voru af erlendu bergi brotin. Þau töluðu ensku og voru heyrðist mér Bandaríkjamenn. Þau voru með þrjú börn með sér og tvö þeirra fóru inn á meðan eitt þeirra fór á klósettið fyrst. Þegar barnið kom til baka af klósettinu fékk það að fara inn til hinna barnanna sem fólkið hafði skráð inn,“ segir faðirinn í samtali við DV.

Reifst við starfsmanninn fyrir framan dóttur sína

„Þessum manni fannst þetta eitthvað ekki nægilega vel rekið eða eitthvað og fór að byrsta sig við starfsstúlkuna sem var kannski sextán ára. Hann hefur verið um fertugt. Afgreiðslustúlkan hélt sér rólegri og sagði við manninn að þau skyldu halda samræðunum á kurteisisnótunum. Ég hélt að kauði myndi springa og þetta gerðist allt fyrir framan dóttur hans sem var um sex ára.“

Faðirinn sem varð vitni að þessu leiðinlega atviki segist skilja það vel að fólk eigi slæma daga en að þetta hafi verið sérstaklega leiðinlegt vegna þess hve ung starfsstúlkan hafi verið.

„Ég veit ekkert hvernig maðurinn var stemmdur þennan dag og við eigum öll okkar slæmu daga. En þetta voru kannski 5-10 mínútur sem hann þurfti að bíða, ekkert sem maður þarf að æsa sig yfir. Stúlkan í afgreiðslunni á að fá plús í kladdann enda hélt hún andlitinu betur en ég hefði gert. Hún á skilið hrós fyrir góð vinnubrögð.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu. Aníta hefur einnig haldið úti vinsælum lífstílsbloggsíðum ásamt fleiri pistlahöfundum. Í dag er Aníta ein af sex eigendum síðunnar Fagurkerar.is og skrifar hún reglulega persónulega pistla þar.

Netfang: anita@dv.is
Snapchat: anitaeh
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma