Bleikt

5 hlutir sem gera þig að frábæru foreldri

Mæður.com
Laugardaginn 9. júní 2018 10:00

1. Fáðu að minnsta kosti 8 tíma svefn á næturna svo þú getir vaknað endurnærð og tilbúin til þess að takast á við heimilið. En vertu tilbúin að missa svefn þegar börnin eru veik, það þarf að vaska upp, þvo þvott, brjóta saman, það þarf að þrífa krot af veggjunum, baða börnin og borga reikninga.

2. Haltu heimilinu hreinu, vaskaðu samstundis upp, gakktu frá öllum þvotti strax og vertu alltaf með kaffi og með því tilbúið fyrir komandi gesti. Ég held nú ekki! Hverjum er ekki sama þótt það séu diskar í vaskinum, blettur á teppinu og hamsturinn er ekki lengur í búrinu sínu? Eyddu tímanum frekar í að búa til minningar með fjölskyldunni þinni. Allt annað getur beðið.

3. Leyfðu börnunum að vera sjálfstæð. En þú ættir samt auðvitað aldrei að taka augun af þeim

4. Taktu þér nægan tíma fyrir sjálfa þig til að hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu. Taktu frá nokkra tíma í mánuði og skelltu þér í spa eða ræktina. Haha nei djók. Passaðu að eyða sem minnstum tíma í sjálfa þig. Hvað er frítími aftur?

5. Settu barnið ávallt að sofa klukkan átta í sínu rúmi. HAHA sofnaði barnið ekki fyrr en klukkan tíu eftir lestur á sömu bókinni átta sinnum og í þínu rúmi ? Farðu fram, fáðu þér vínglas og bíddu eftir því að endurtaka allt aftur á morgun.

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Mæður.com
Mæður.com eru sjö ólíkar mömmur; Eva, Guðbjörg, Gunnur, Heiðrún, Ólafía, Saga og Valkyrja Sandra sem eiga það allar sameiginlegt að elska að skrifa um allt milli himins og jarðar.
Þið finnið okkur undir:
https://maedur.com
https://www.instagram.com/maedurcom/
Og á snapchat undir maedur.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út