fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Þórdís sneri blaðinu við eftir að ókunnug kona niðurlægði hana: „Í dag brosi ég yfir þessu en þarna grét ég“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Gunnarsdóttir var einungis sex ára gömul þegar hún heyrði orðið „feit“ í fyrsta skiptið í þeim tilgangi að niðra hana og láta hana skammast sín.

„Ætlunin var að láta mig skammast mín fyrir það. Ég hins vegar gerði mér enga grein fyrir því þá, enda frekar hvatvís krakki,“ segir Þórdís í viðtali við Bleikt.

Ókunnug kona niðurlægði Þórdísi fyrir framan alla

Það var ekki fyrr en 23 árum síðar, nánar tiltekið haustið 2013 sem hlutirnir tóku þá beygju sem þeir gerðu hjá Þórdísi og hún áttaði sig á því að hún yrði að gera eitthvað í sínum málum.

„Ég var stödd á djamminu með manninum mínum og við vorum að fagna litla brúðkaupinu okkar sem við höfðum látið verða að mánuði fyrr í einni af Íslands heimsóknum hans.“

Þórdís sat á spjalli við konu þegar önnur kona kemur að þeim og niðurlægir Þórdísi svo hátt að allir nærstaddir heyrðu.

„Í dag brosi ég yfir þessu en þarna grét ég og kvöldið var ónýtt. En miðað við hvernig líferni ég hafði lifað undanfarna 18 mánuði þarna þá átti ég þetta pínulítið skilið. Súkkulaði í hverskyns formi í morgunmat og líter af mjólk og skyndibita restina af deginum var matseðillinn. Ásamt engum svefni þar sem sonur minn fæddist fjórum vikum fyrir tímann með bráðakeisara og var afar krefjandi. Ég átti þarna í stökustu vandræðum með að púsla lífinu saman þar sem maðurinn minn var hinum megin á hnettinum flesta mánuði ársins.“

Hætti í vinnunni og fór í endurhæfingu

Þórdís var látin hætta vinnu og send í endurhæfingarferli strax vikuna í kjölfarið.

„Ég vissi sjálf með örlítilli glóru að ég yrði að laga þetta. Einn partur af ferlinu var hreyfing í líkamsræktarstöð en ég vissi að ég þyrfti eitthvað stærra og meira krefjandi. Ég reif mig því upp klukkan sex á morgnanna og fór á Metabolicæfingar. Súkkulaðinu var skipt út fyrir Herbalife og svona gekk þetta í 6 mánuði, mér tókst að losna við 38 kíló á þessum tíma. Herbalife hentaði mér hins vegar ekki og langaði mig að læra að borða almennilegan mat.“

Þórdís átti erfitt með að festa sig við sömu hlutina vegna úrvals þjálfara.

„Ég gat aldrei staldrað við sömu hlutina lengi í einu, sérstaklega þegar úrval af frábærum þjálfurum og leiðir með gott mataræði til að grennast eru ótalmargar. Ég skráði mig því í þjálfun og lærði að lyfta í líkamsræktarstöð í leiðinni. Mér fannst mikið frelsi að geta fengið mér hafragraut í morgunmat. Ég entist í þessari þjálfun í rúmt ár og kvaddi þar rúmlega fimmtán kíló. Mér fannst gaman að lyfta og langaði að gera eitthvað meira en það.“

Þórdís kynntist í þjálfuninni konum í aflraunum og kraftlyftingum og fór að æfa það á fullu.

„Ég skemmti mér konunglega, fékk útrás fyrir biturleika lífsins.“

Flutti til Nýja-Sjálands með fjölskyldunni

Þórdís með syni sínum

Aðstæður á Íslandi buðu ekki lengur upp á það að Þórdís og sonur hennar gætu búið þar áfram og ákváðu þau að flytja til Nýja Sjálands með manni Þórdísar.

„Fyrstu mánuðirnir voru erfiðir. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki gerðu vart við sig en þegar ég gerði mér grein fyrir því hversu langt í burtu við vorum og engin ástæða til þess að væla þá reif ég mig aftur upp. Fann mér dásamlegan þjálfara frá Íslandi sem bjargaði mér úr vonleysi og volæði og ég fann mig aftur í ræktinni. Ég veit ekki hversu mörg kíló ég er nákvæmlega búin að missa í dag en það skiptir ekki máli, mér líður vel.“

Þórdís kynntist konu á Nýja-Sjálandi sem hjálpaði henni að aðlagast nýsjálenskum matarvenjum.

„Lífið liggur bara upp á við í dag. Það að sonur minn sé hamingjusamur og heilbrigður er auðvitað forgangur. Hver veit hvað er næst á dagskrá, það verður bara að koma í ljós. Ég veit að ég verð aldrei mjó með magavöðva en nú er tíminn til þess að lifa og njóta.“

Hægt er að fylgjast með Þórdísi á Snapchat undir notandanafninu: tobbulu1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.