Bleikt

Sigríður greindist fyrir tilviljun með sjaldgæft blóðkrabbamein: „Stundum vildi ég bara gefast upp og leyfa meininu að sigra mig“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 13:00

Í lok árs 2016 varð Sigríður Þorsteinsdóttir vör við sár sem myndast hafði við aðra geirvörtu hennar. Sigríður gerði þó ekki mikið mál úr því enda gerði hún ráð fyrir að sárið hefði myndast vegna þess að hún var á þessum tíma með dóttur sína, þriggja mánaða gamla, á brjósti. Fljótlega fór hún að taka eftir fleiri sárum um líkama sinn og um hálfu ári seinna greindist hún með sjaldgæft blóðkrabbamein sem átti eftir að breyta lífi hennar.

„Á nokkrum dögum voru sárin búin að dreifa sér um allan líkamann og líktist þetta mest hlaupabólu fyrst. Ég fór til læknis þann 27. desember og á næstu mánuðum vissu engir læknar hvað þetta var. Ég fór í fimm húðsýnatökur, nokkrum sinnum í skanna og alls konar rannsóknir en aldrei gátu þeir fundið út hvað þetta var,“ segir Sigríður, sem er aðeins 27 ára gömul, tveggja barna móðir.

Upplifði óbærilegan sársauka

„Ég fór síðan í skurðaðgerð í handarkrika því þar var bólginn og sýktur eitill. Þá var sárið á geirvörtunni orðið ansi stórt og var farið að vaxa út úr brjóstinu. Sársaukinn var því orðinn óbærilegur en læknarnir vildu þó ekki skera það í burtu.“

Það var ekki fyrr en í skurðaðgerðinni á handarkrikanum sem skurðlæknirinn tók þá ákvörðun að það yrði að skera sár Sigríðar í burtu áður en skaðinn yrði skeður.

„Guði sé lof fyrir skurðlækninn að þetta ferlíki var skorið í burtu. Ég fór því í aðra aðgerð á innan við mánuði og mjög stutt er á milli skurða, aðeins um tíu sentimetrar. Ég er ekki með neina tilfinningu á þessu svæði ennþá,“ segir hún.

Aðgerðin á sári Sigríðar var framkvæmd þann 15. maí árið 2017 og tæpum tveimur vikum síðar fékk hún þær hörmulegu fréttir að um krabbamein hefði verið að ræða.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í helgarblaði DV.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út