Bleikt

Rækjukokteill Jakobs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júní 2018 15:30

Þessi klassíski forréttur hefur ekki verið í tísku undanfarin ár. Hann er þó að ganga í endurnýjun lífdaga þessi dægrin, sérstaklega í flottum boðum í íslensku fjármálalífi. Það þarf því enginn að segja af sér þó að hann elski rækjukokteila. Fyrir nokkrum árum, í viðtali við breska tímaritið GQ, viðurkenndi einn þekktasti matreiðslumaður heims, Hestor Blumenthal, að honum líkaði fátt betur en rækjukokteilar. Hér er uppskriftin sem Blumenthal birti í blaðinu, með þeirri einu undantekningu þó, að við notum chili-tómatssósu í stað hefðbundinnar tómatsósu. Lífið er of stutt til að borða ekki sjóðheitan mat.

Að lokum er rétt að taka fram að það er algjörlega nauðsynlegt að nota risarækjur í þennan rétt.

Hráefni (fyrir fjóra):

– 110 grömm af chili-tómatssósu

– 100 grömm mæjónes (heimagert er langbest en Hellmans dugar)

– 1/4 úr teskeið af cayanne-pipar

– 12 dropar af Worcestershire-sósu

– 10 grömm af sítrónusafa

– 400 grömm eldaðar risarækjur

– Rifin iceberg-salatblöð eftir smekk

– heilt avókadó, skorið í teninga

– Salt og pipar

 

Aðferð:

Setjið tómatsósuna, mæjónesið, piparinn og sítrónusafann í skál og hrærið duglega saman. Bætið við salti og pipar eftir smekk og hrærið. Bætið rækjunum saman við. Leggið salatblöðin tættu á botn fjögurra skála og setjið síðan avókadó-teningana ofan á. Skiptið rækjunum jafnt í skálarnar.

Verði ykkur að góðu!

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma