Bleikt

Inga Birna skaðbrenndist í íslenskri náttúru: „Full ástæða til þess að hafa varann á þegar verið er að leik“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 8. júní 2018 11:30

Inga Birna Pálsdóttir mun seint gleyma hörmulegu atviki sem hún lenti í þegar hún, ásamt vinnufélögum sínum, ákvað að kæla sig niður í Hjálparfossi.

„Vikunni fyrir verslunarmannahelgi fyrir 16 árum síðan mun ég seint gleyma. Það var gríðarlega gott veður og við vinnufélagarnir í Búrfelli ákváðum að skreppa og kæla okkur niður í Hjálparfossi eins og oft áður. Við löbbuðum svo til baka, léttklædd og rennandi blaut, förum í gufu og ég fer í ljósabekk sem þarna var þá,“ segir Inga Birna í færslu á Facebook sem hún ákvað að deila í þeirri von um að vara aðra við þeirri hörmulegu lífsreynslu sem hún lenti í.

Varð ógöngufær og öll í blöðrum á nokkrum dögum

„Daginn eftir er mig farið að svíða allverulega í fæturna og um kvöldið er ég orðin öll í rauðum upphleyptum skellum.“

Á miðvikudeginum fer hún til læknis í Laugarási sem skildi ekkert hvað gæti verið að Ingu og sendir hana heim.

„Hann hringir svo í mig aðeins seinna og spyr hvort það gæti verið að ég hafi verið að þvælast eitthvað í kringum Hvönn. Það gat alveg passað enda er stórt og mikið Hvannarsvæði á gönguleið okkar frá Hjálparfossi að svefnskálunum.“

Daginn eftir neyddist Inga til þess að fara heim þar sem hún var orðin ógöngufær og öll í blöðrum.

Hvönn er afar algeng í íslenskri náttúru

„Á Selfossi enda ég svo á því að fá stífkrampasprautu og umbúðir og eyddi verslunarmannahelginni í að horfa á 23 vídeóspólur á meðan allir voru í útilegu. Ég var svo á hækjum í um tvær vikur á eftir.“

Svæðið sem Inga gekk í gegnum var gróið alíslenskri venjulegri hvönn en ekki Bjarnarkló eða öðrum tegundum risahvannar eins og varað hefur verið við áður.

„Í risahvönnum er það safinn sem brennir um leið og hann snertir húð. Hin afar algenga hefðbundna Hvönn getur hins vegar líka brennt en þá þarf húð, vatn, sól og efni sem er utan á Hvönninni. Þegar þetta fernt kemur saman verður efnahvarf sem brennir húðina.“

Inga segist hafa gert enn verra þegar hún fór í ljósabekkinn eftir göngu sína en segir þó fulla ástæðu á því að hafa varann á þegar verið er að leik eða göngu við Hvannarsvæði í góðu veðri.

„Sama af hvaða tegund Hvönnin er.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út