Bleikt

Ung íslensk stúlka sló í gegn á tónleikum Jessie J í gær – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. júní 2018 11:31

„Þetta myndband er ástæða þess að ég geri það sem ég geri, daginn út og daginn inn. Að veita innblástur, syngdu Helga,“ segir poppstjarnan Jessie J. sem hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi.

Jessie, sem var að halda sína aðra tónleika hér á landi, setti inn myndband af ungri íslenskri stúlku, Helgu að nafni, á Instagram-síðu sína þar sem unga stúlkan sést syngja brot úr laginu Queen. Helga hafði komið sér vel fyrir við sviðið og greip tækifærið með bros á vör þegar hún fékk að syngja. Óhætt er að segja að salurinn hafi verið ánægður með útkomuna enda braust út mikill fögnuður.

Jessie setti myndbrotið inn fyrir aðeins rúmri klukkustund síðan en á þeim tíma sem liðinn er nálgast áhorfin 30 þúsund! Jessie, sem er þrítug og frá Englandi, er með rétt tæplega sjö milljónir fylgjenda á Instagram og því er ljóst að myndbandið mun fara víða.

 

Ef myndbandið spilast ekki hér að ofan má nálgast það hér á Instagram

Lestu einnig: Tónleikar Jessie J:Hver er Sebastian á bílaleigunni?

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út