Bleikt

Bernaisesósa að hætti Hrannar Bjarna

Fagurkerar
Fimmtudaginn 7. júní 2018 16:00

Ég elska sósur ! Ég er án gríns sósusjúklingur og mér finnst heimagerð bernaise sósa algjört æði.

Þar sem ég er oft að baka franskar makkarónur á ég oft helling af eggjarauðum sem er tilvalið að nota í bernaise sósu.

Ég hef oft verið að gera þessa sósu á snapchat og fæ alltaf spurningar um uppskriftina. Þessi uppskrift er mjög einföld og ekkert mál að gera hana. Ég nota alltaf hrærivél til að gera mína sósu en það er bókað hægt að nota handþeytara líka.

Bernaise sósa , f. 4-8 (fer eftir því hversu sósusjúkt fólkið er)

  • 500g smjör
  • 8 eggjarauður
  • 1,5 mtsk bernaise essence
  • 1 mtsk estragon krydd
  • 1 tsk nautakraftur í duftformi
  • salt og svartur pipar eftir smekk

Byrjið á því að bræða allt smjörið og hella því í plastkönnu eða ílát sem hægt er að hella smjörinu úr.

Setjið eggjarauður í hrærivélaskálina og þeytið aðeins í um 10-15 sekúndur.

Setjið hrærivélina á minnsta styrkinn og hellið smjörinu í mjórri bunu útí eggjarauðurnar. Þetta á að gera hægt og alls ekki skella öllu smjörinu útí.

Bætið útí blönduna bernaise essence, estragon, kjötkrafti, salti og pipar. Mikilvægt að smakka til og bæta við eftir smekk, mjög misjafnt finnst mér hvað þarf mikið af hverju.

Berið fram með öllu mögulegu, t.d. kjöti, fiski, grænmeti, hamborgurum, samlokum.

Hægt er að fylgjast með Hrönn á Snapchat undir notandanafninu: hronnbjarna

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Fagurkerar
Fagurkerar.is er ein af stærstu bloggsíðum landsins og samanstendur af þeim Hönnu Þóru, Hrönn, Siggu Lenu, Tinnu, Anítu Estívu og Þóreyju. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera miklir fagurkerar á mismunandi sviðum.
Við leggjum okkur fram við að vera fræðandi, skemmtilegar og persónulegar. Einnig leggjum við áherslu á það að sýna lífið eins og það er í raun og veru.

www.fagurkerar.is

Þið finnið okkur á Snapchat, Instagram og Facebook undir : Fagurkerar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma