Bleikt

Eyddi út öllum Instagram færslum eftir margra mánaða einelti: Kölluð heimsk, einhverf og þroskaheft

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 6. júní 2018 11:00

Hin 29 ára Kelly Marie Tran var óþekkt leikkona áður en hún fékk stóra tækifærið með Star Wars-myndinni The Last Jedi, sem frumsýnd var í kringum jólin 2017, og varð á augabragði heimsfræg.

En ekki er alltaf stöðugur glans í glamúrnum því Tran hefur verið ítrekað undir árásum hrotta á samfélagsmiðlum og víða.

Persóna Tran, Rose Tico, birtist fyrst í The Last Jedi og hefur frá útgáfu myndarinnar þótt afar umdeild á meðal Star Wars aðdáenda. Hafa hinir reiðustu beint sínum spjótum að leikkonunni.

Algengustu ummælin hafa snúist um hversu „tilgangslaus persóna“ Rose er í heimi þessara mynda – eða hversu vond sumum þykir myndin, en einnig var margoft skotið á kynþátt hennar.

Tran eyddi út öllum færslum sínum af Instagram fyrir skömmu eftir að mælirinn fylltist.

En reiðina var ekki bara að finna á Instagram.

Á vefnum WookiePedia, upplýsingasíðu Star Wars heimsins, ákváðu einhverjir að uppfæra persónuprófíl Rose þar sem hún var kölluð „heimsk, einhverf og þroskaheft.“ Nafni persónunnar var að auki breytt í Ching Chong Wing Tong áður en það var leiðrétt.

Aldrei skal vanmeta reiði sumra Star Wars aðdáenda. Eða „ofsaaðdáenda“ almennt.
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma