Bleikt

Nokkur góð ráð frá Sunnu Rós til þess að halda plöntunum fallegum

Lady.is
Miðvikudaginn 6. júní 2018 10:00

Það er eitthvað svo fallegt við að hafa plöntur á heimilinu. Mér finnst plöntur lífga og fegra heimilið. Bæði eru þau falleg og sumar þeirra bæta loftið á heimilinu sem er ekki verra.

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að eiga plöntu. Það þarf að hugsa vel um þær.

En hvernig gerir maður það? 

Ég er með ágætlega græna fingur þökk sé tengdamóður minni sem hefur kennt mér margt og mikið.

Ef þú ert að kaupa þína fyrstu plöntu, mæli ég frekar með að velja létta plöntu og sjá hvernig það gengur. Æfingin skapar meistarann nefnilega.

Hér eru nokkur dæmi um plöntur til að byrja á:

 • Tannhvöss tengdamóðir
 • Aloe Vera
 • Spider Plant
 • Sómakólfur
 • Burkni
 • Friðarlilja

Svo plönturnar ykkar vaxi og dafni vel þá er ég með nokkur ráð fyrir ykkur:

 1. Helstu mistök allra er að drekkja plöntunni. Það þarf ekki að gefa plöntunni vatn á hverjum degi. Fylgstu með moldinni, notaðu eitt af skilningarvitunum og komdu við moldina. Ef þú finnur að hún er frekar rök þá er plantan í góðu standi. Ef hún er þurr þá er kominn tími á að vökva.
 2. Mér finnst best að vökva 1-2 í viku. Sumar þurfa við meiru sérstaklega ef það er mikil sól. Ég gef þeim smá áburð á ca. mánaðar fresti (oftar á veturnar)
 3. Pottarnir skipta miklu máli. Það er ekki nóg að kaupa plöntu og skella henni í pott og fylla hann af mold. Plantan þarf að vera í undirskál eða í þannig potti sem fylgir undirskál. Þegar við vökvum þá tekur plantan ekki allan þann vökva sem við gefum henni. Þær skila alltaf smá vökva frá sér og taka síðan við honum eins og þeim henntar. Þess vegna er gott að leyfa plöntunni að vera í undirskál svo vökvinn kemst út annars getur plantan drukknað því ræturnar fá ekki nægilegt súrefni. Oft fer líka efsta lagið af moldinni að mygla ef vökvinn kemst hvergi út.
 4. Mér finnst alltaf góð regla þegar ég kaupi plöntur að umpotta þær strax. Þú veist ekkert hvað er í moldinni. Stundum koma pöddur frá gróðurhúsunum þannig best er að skipta um mold. Við viljum ekki hafa pöddur heima hjá okkur.
 5. Allar plöntur sem þið kaupið koma í undirskál. Gott er að kaupa aðeins stærri undirskál sem passar í ykkar pott eða kaupa pott með undirskál. Þetta fer allt eftir stærðinni á plöntunni. Ef þið eruð að kaupa litla plöntu ekki setja hana í stærðarinnar pott. Metið stöðuna og kaupið pott í álíka stærð og plantan.

Oft fylgir flottari pottum ekki undirskál, eins og þessum sem myndirnar sýna.
Þá kaupið þið undirskál úr plasti og setjið í þann pott. Undirskálarnar kosta ekki mikið, ca. 100 – 300 krónur.

Umpottun

 • Losið alla lausa mold og af rótarkögglinum.
 • Setjið smá af nýrri mold í botninn á pottinum/skálinni og setjið síðan plöntuna í.
 • Fyllið síðan rest með mold og passið að moldin falli vel að öllum rótum.
 • Eins og börnin okkar þá vaxa plönturnar og stækka. Góð regla er að setja þær í stærri pott með nýrri mold árlega.
 • Það er miðað við frá maí til ágúst sé besti tíminn til að halda við heilsu þeirra.
 • Önnur góð regla er að kynna sér plöntuna.
 • Fáðu tilfinningu fyrir hvað plantan þolir því ekki eru allar plöntur eins.
 • Sumar vilja vera í mikilli sól aðrar ekki. Sumar vilja mikið vatn og aðrar minna.

Færslan birtist upphaflega á Lady.is

Lady.is
Lady.is eru sex hressar dömur, Gabríela, Snædís, Guðrún Birna, Aníta Rún, Guðrún S og Sunna Rós með mismunandi áhugamál. Skrifum um móðurhlutverkið,
lífsstíl, heimilið, uppskriftir, snyrtivörur og fleira.
Þið finnið okkur undir:
www.lady.is
www.instagram.com/lady.is_
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma