Bleikt

Kate Spade sögð hafa svipt sig lífi eftir að eiginmaðurinn bað um skilnað

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 6. júní 2018 12:00

Tískuheimurinn syrgir hina 55 ára gömlu Kate Spade sem fannst látin á heimili sínu í Park Avenue í New York í gær. Kate er sögð hafa svipt sig lífi.

Kate var þekkt fyrir lúxusvarning sem hún seldi og markaðssetti undir nafninu Kate Spade. Var hún þekkt fyrir fínar handtöskur og skó svo dæmi séu tekin.

Kate, sem hét Katherine Bnoel Brosnahan, lætur eftir sig eiginmann, Andy Spade, og dóttur. Andry er bróðir leikarans David Spade. Í umfjöllun TMZ er Kate sögð hafa tekið yfirvofandi skilnað hennar og Andy mjög nærri sér. Andy er sagður hafa viljað skilnað eftir 24 ára hjónaband en Kater er sögð hafa viljað halda hjónabandinu gangandi.

Að því er TMZ greinir frá hafði Andy flutt út af heimili þeirra í íbúð í nágrenninu. Hún er sögð hafa glímt við þunglyndi og þá greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að hún hafi skrifað bréf til dóttur sinnar, Frances Beatrix, þar sem fram kemur að sjálfsvígið sé ekki Frances að kenna.

Heimildarmenn nánir fjölskyldunnar segja að sjálfsvígið hafi ekki endilega komið á óvart, Kate hafi lengi glímt við geðhvarfasýki – hún hafi verið smeyk við að leita sér aðstoðar af ótta við að það myndi hafa neikvæð áhrif á vörumerki hennar.

Systir hennar, Reta Saffo, sagði að Spade hefði átt erfitt með að glíma við frægðina og hún hefði áður talað um að svipta sig lífi. Hún hafi ekki verið undirbúin fyrir velgengnina í tískubransanum og raunar aldrei búist við henni.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út