fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Að eiga barn með greiningar – Sonur Evu Rúnar er með dæmigerða einhverfu

Mæður.com
Miðvikudaginn 6. júní 2018 15:00

Var kölluð „litla, feita druslan“ í skóla eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu eldri drengs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alveg frá því að ég komst að meðgöngunni með Róbert Leó vissi ég að þetta ætti eftir að vera risa stórt verkefni. Ég vissi ekki hvað biði okkar, en ég vissi að hann yrði einstakur á sinn hátt.

Hann byrjaði snemma að tala og var kominn með flottan orðaforða um 1 árs aldur.
Á þeim tíma hættum við pabbi hans saman og Róbert Leó hætti að tala. Við tengdum það við sambandsslitin.

Stóðst ekki þroskapróf í 18 mánaða skoðun

Í 18 mánaða ungbarnaskoðun stóðst Róbert Leó ekki þroskaprófið og sendu þær tilvísun upp á Þroska og hegðunarstöð. Leikskólinn greip strax inn í og fékk Róbert Leó ómetanlegan stuðning og styrk frá þeim.

Það fór að bera á ýmsum þráhyggjum hjá honum, hann var með mikla áráttuhegðun, árásarhegðun og mikil og erfið svefnvandamál.

Hann horfði alltaf á fréttirnar með afa sínum á kvöldin og allir bangsarnir líka, hann tók upp úr sömu eldhússkúffunni á sama tíma öll kvöld, hann gat ekki farið í sturtu eða komið við gras/loðna hluti, hann gat ekki hætt með bleyju og ef eitthvað fór úrskeiðis frá hans sjónarhorni var dagurinn ónýtur – ef hann varð reiður þá var ekkert skafað af neinu og næsta manneskja sem varð fyrir vegi hans var bitin/klóruð/slegin.
– Þetta er bara brot af hans erfiðleikum –

Þroska og hegðunarstöð sendi tilvísun áfram upp á Greiningar og ráðgjafastöð.
,,Hérna er barn með mikil þroskafrávik – meðal aldur: 7 mánaða“ ; Róbert Leó var 19 mánaða.

Biðin ætlaði engan endir að taka

Róbert Leó sýndi litlar sem engar framfarir, þrátt fyrir mikla aðstoð í leikskólanum.
Hann var rosalega erfiður og oft á tíðum var 16 ára mamman alveg að gefast upp – þá kom símtalið og boltinn fór að rúlla.

Félagsráðgjafinn uppá Greiningarstöð sagði við okkur að það er talað um ódæmigerða einhverfu, dæmigerða einhverfu og svo Asperger – Róbert Leó var með mikla dæmigerða einhverfu, einu striki undir Asperger.

,,Loksins fær strákurinn minn þá aðstoð sem hann þarf!!“

Róbert Leó gat loksins fengið viðeigandi aðstoð út frá sinni greiningu og út frá því byrjuðum við að sjá framfarir í öllu. Við fengum einnig aðgang af flottum og fræðandi námskeiðum, sem hjálpuðu mér og minni fjölskyldu mikið. Það mætti segja að ég hafi eignast nýtt barn í öllu þessu ferli, svo mikill var munurinn eftir alla þá hjálp sem við fengum frá leikskólanum sem og utan að komandi fagfólki.

Takast á við lífið saman

En í desember 2016 bættist ADHD greining ofan á einhverfuna. Verkefnin halda áfram og við tökumst á við lífið, saman.

Það er engin skömm í því að eiga barn/börn með fötlun. Ég er þakklát fyrir hans greiningar. Ég er þakklát öllu því frábæra fólki sem leiðbeindu okkur í öllu þessu ferli. Þau björguðu barninu mínu. Þau fullvissuðu mig um það að ég hefði ekki gert neitt rangt – hann þyrfti bara meiri aðstoð í lífinu.

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum