Bleikt

Valþór fór aðeins einu sinni á sjóinn: „Þegar hann fór svo að æla á mig til baka þá fékk maðurinn alveg nóg“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 5. júní 2018 15:30

Valþór Örn Sverrisson oftast kenndur við úraverslun sína 24 Iceland deildi á samfélagsmiðlum skoplegri sögu sinni frá því að hann var á sjó.

„Ég tek hattinn af í dag fyrir sjómönnum og ætla ég að segja ykkur sögu af mér á sjónum í tilefni þessa dags.“

Vanur öllum störfum

Þegar Valþór var um 25 ára gamall var hann nýbúinn að ráða sig í nýtt starf sem átti að hefjast eftir tvær vikur. Valþór vildi ekki hanga þann tíma og ákvað því að leita að starfi sem gæti hentað vel í þessar tvær vikur.

„Ég rakst á að það vantaði vanann mann á línubát strax á morgun. Það eina sem ég sá í auglýsingunni var: Virkilega vel borgað. Ég tek upp símann og segist geta mætt og hræki því svona út úr mér að ég sé nú vanur öllu. Maðurinn á hinum endanum segir að það sé flott og bíður mér 50.000 krónur fyrir þetta 12 klukkustunda verk. Ég hló næstum upphátt yfir því hvað ég væri að fara að hala inn peninga strax á þessu.“

Leið Valþórs lá því næst til Grindavíkur þar sem hann keypti sér rækjusamloku sem hann borðaði í flýti þar sem hann var orðinn of seinn í bátinn.

Ældi gamalli rækjusamloku á samstarfsfélaga

„Ég mæti í gallabuxum og hettupeysu og hitti manninn fyrir utan bátinn. Það fyrsta sem hann spyr mig að sé hvar gallinn minn sé. Ég hafði ekki hugmynd hvaða galla maðurinn var að tala um og endaði þetta á því að hann fann eitthvað til á mig. Hann sagði mér svo að leggja mig í þrjá tíma og á meðan ég lá þarna í einhverri koju hugsaði ég nú með mér að ég gæti nú alveg hugsað mér að vera sjómaður.“

Sú hugsun hvarf fljótt úr huga Valþórs þegar taka átti til hendinni.

„Ég var kallaður fram og átti ég að sjá um að henda út nokkur þúsund önglum. Þegar ég var búinn að kasta svona 20 önglum út sá ég stærstu flækju í heimi koma og ég náði engan veginn að leysa hana. Hann þurfti því að stoppa bátinn út af mér og kom frekar reiður og leysti flækjuna. Eftir um það bil 3-4 mínútur í mesta lagi kom stærri flækja og ég einfaldlega lagði bara ekki í hana og kallaði á manngreyið sem réði mig í vinnu. Hann stoppaði bátinn aftur og spurði mig á hvaða helvítis bát ég hafi eiginlega verið á áður. Ég gat ekki sagt neitt því mér var svo hrikalega flökurt. Skyndilega fékk ég hrikalega í magann og þurfti að gubba. Þarna var ekki einn hundraðasti af þessum önglum komnir út og ég byrjaði að spúa gamalli rækjusamloku á einhvern gaur sem var að vinna við hliðina á mér. Þegar hann fór svo að æla á mig til baka þá fékk maðurinn alveg nóg og henti mér inn í kojuna. Ég lagði mig og hugsaði aftur: Ég gæti nú bara vanist þessu fyrir 50.000 krónur á dag.“

Skíthræddur við fiskana

Þegar skipið sneri til baka tók nýtt starf við Valþóri þar sem hann átti að taka á móti öllum þeim fiskum sem komu um borð og skera þá a háls.

„Nema það að ég var skíthræddur við flesta þeirra og hafði engan kjark til þess að skera þá á háls. Þetta endaði með því að ég sagði ekki neinum neitt og fór að henda þeim lifandi í karið sem ég var að reyna að flokka í. Það fylltist auðvitað allt af lifandi fiskum uppi hjá mér og þurfti að stoppa bátinn svona níu sinnum á leiðinni heim. Þessir 12 tímar breyttust í 24 klukkutíma.“

Viðurkennir Valþór að þessi lífsreynsla hafi verið sú erfiðasta sem hann hafi gengið í gegnum og að hann kunni vel að meta störf sjómanna í dag.

„Ég gekk síðan að manninum og sló létt í öxl hans þegar við komum í land og sagði honum að vera í bandi ef hann vildi fá mig aftur. Ég gleymdi að skila skattkorti og fékk einhvern 15 þúsund kall fyrir þetta. Til hamingju með daginn sjómenn!“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu. Aníta hefur einnig haldið úti vinsælum lífstílsbloggsíðum ásamt fleiri pistlahöfundum. Í dag er Aníta ein af sex eigendum síðunnar Fagurkerar.is og skrifar hún reglulega persónulega pistla þar.

Netfang: anita@dv.is
Snapchat: anitaeh
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir

Hlutir sem nýir foreldrar vilja að þú vitir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur

20 hjálpleg ráð til þess að fá ungabarnið þitt til þess að sofa betur
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti

Ótrúlegar fyrir og eftir myndir – Settu heilsuna í fyrsta sæti
Bleikt
Fyrir 6 dögum

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega

8 góð húsráð til að fá heimilið til þess að lykta guðdómlega
Bleikt
Fyrir einni viku

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“
Bleikt
Fyrir 8 dögum

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma

Sindri Eldon á von á sínu fyrsta barni: Björk verður amma