Bleikt

Umbunakerfi fyrir börnin frá Snædísi Bergmann

Lady.is
Þriðjudaginn 5. júní 2018 21:00

Stelpan mín verður 3 ára í ágúst og hef ég undanfarnar vikur verið að nota límmiðakerfi/umbunarkerfi fyrir hana. Það var alltaf erfitt að koma henni í föt sama hvar eða hvenær dags það var – þetta þýddi alltaf öskur, læti, grátur og leiðindi. Ég hefði aldrei trúað því hvað svona límmiðakerfi gæti virkað vel, hegðunin varð strax betri og nú 3 vikum seinna er ekkert mál að fara í föt.

Áður en ég byrjaði þá prentaði ég út spjaldið sem ég var búin að útbúa í Excel og keypti hvolpasveitalímmiða sem er í miklu uppáhaldi núna. Ég útskýrði vel fyrir henni að ef hún væri alltaf dugleg að fara í fötin sín fengi hún límmiða á kvöldin. Hún varð strax mjög spennt og hefur þetta heldur betur virkað vel hjá okkur. Þegar hún var búin að safna sér inn 7 límmiðum voru verðlaun. Eftir á þá sé ég að verðlaunin skiptu hana engu máli heldur var það límmiðin sjálfur sem skipti öllu máli! Að fá að velja límmiða og líma sjálf var aðal sportið og spáir hún ekki einu sinni í verðlaununum.

Þegar þið eruð að ákveða verðlaunin mæli ég með því að forðast algjörlega að verðlauna með mat, sælgæti, ís eða þess háttar, reynið að halda verðlaununum í formi skemmtunar og samverustunda. Það getur verið að baka saman, spila, fara í fjöruferð, húsdýragarð, sund eða á þá staði sem barninu þykir skemmtilegt. Leyfið jafnvel barninu að ákveða verðlaunin í samráði við ykkur 🙂

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar unnið er með umbunarkerfi:

  • Finnið tíma til útskýra kerfið vel.
  • Vera hvetjandi fyrir barnið.
  • Útskýra vel fyrir hvað og hvers vegna kerfið er.
  • Finnið í sameiningu verðlaun.
  • Útskýra hvað barnið þarf að gera/uppfylla til að fá límmiða. Gott að hafa í huga að umbuna jafnvel þó hegðunin var kannski ekki 100%, ég t.d gaf henni límmiða þó svo að í eitt skipti yfir daginn gekk erfiðlega að fara í fötin.
  • Ákveðið alltaf sama tíma dags til þess að veita umbunina, ég gerði það t.d alltaf þegar hún var búin að hátta og komin upp í rúm.
  • Muna svo bara að vera samkvæmur sjálfum sér og fylgja kerfinu vel eftir.

Hægt er að fylgjast með Snædísi á Instagram undir notandanafninu: snaedisbergmann

Færslan birtist upphaflega á Lady.is

Lady.is
Lady.is eru átta hressar dömur, Gabríela, Snædís, Guðrún Birna, Aníta Rún, Sunna Rós, Jórunn María, Sæunn Tamar og Rósa Soffía með mismunandi áhugamál. Skrifum um móðurhlutverkið,
lífsstíl, heimilið, uppskriftir, snyrtivörur og fleira.
Þið finnið okkur undir:
www.lady.is
www.instagram.com/lady.is_
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út