Bleikt

Heiðrún ólst upp föðurlaus: „Pabbi minn kynntist konu sem vildi ekkert með mig hafa og fylgdi hann því“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 5. júní 2018 20:00

Alveg frá því að Heiðrún Gréta man eftir sér ólst hún upp föðurlaus. Bjó hún lengst af ein með móður sinni þar sem systkini hennar fóru snemma að heiman.

„Pabbi minn kynntist konu þegar ég var tveggja ára gömul sem vildi ekkert með mig hafa og fylgdi faðir minn því. Af og til for ég til hans á sumrin en ég var aldrei velkomin að öðru leiti,“ segir Heiðrún í einlægri færslu sinni á Mæður.

Þegar faðir hennar eignaðist aðra dóttur hættu samskiptin alveg

„Konan hans yrti sjaldan á mig og var ég yfirleitt bara fyrir henni. Þegar þau svo eignast dóttur saman þá hætta samskiptin á milli mín og föður míns nánast alveg.“

Í einstaka skipti gerði faðir Heiðrúnar tilraunir til þess að hafa samband við hana með loforðum um bætt samskipti sem hann braut þó fljótlega.

„Um tímabil stalst faðir minn til þess að hafa samband við mig í gegnum síma á meðan hann var í vinnunni en svo hætti það.“

Í desember á þessu ári verða komin þrjú ár síðan Heiðrún talaði við föður sinn í síðasta skiptið.

„Þá sendi ég honum skilaboð og bauð honum að hitta dóttur mína í fyrsta skipti. Hann hefur ekki ennþá haft samband við mig til baka.“

Hefur öfundað dóttur sína sem á tvö pabba

Heiðrún hefur alltaf haldið góðu sambandi við föður fjölskyldu sína þrátt fyrir samskiptaleysi föður hennar.

„Amma mín og bræður pabba hafa alltaf staðið við bakið á mér og hefur annar bróðir hans alltaf tekið mér eins og sinni eigin og nánast gengið mér í föður stað. Í mörg ár var ég reið og sár og hélt í vonina. Í dag er dóttir mín svo ótrúlega heppin að eiga tvo pabba. Þeir eru báðir yndislegir og einstakir á sinn hátt og hún sér ekki sólina fyrir þeim og öfugt. Ég viðurkenni að stundum öfunda ég hana fyrir það að vera svona heppin og ég hef oft velt því fyrir mér af hverju hún fær að eiga tvo pabba en ég fæ ekki neinn. Ég er samt svo ótrúlega ánægð og þakklát fyrir sambandið sem Aríana hefur með pöbbunum sínum.“

Heiðrún lofaði sjálfri sér að hún myndi aldrei leyfa neinum að særa sig né börnin hennar jafn mikið og faðir hennar særði hana.

„Það er hans missir að vilja hvorki þekkja mig né börnin mín.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út