Bleikt

Poki fyrir poka: Styrktu hina efnaminni í neyð

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 4. júní 2018 14:30

Mæðrastyrksnefnd hóf nýverið sölu á Mæðrastyrkspokanum svonefnda, en hann má kaupa með því að styrkja samtökin með upphæð sem nemur einum fullum poka af matvælum.

„Þannig hjálpumst við að og léttum undir með fólki sem hefur lítið á milli handanna, poka fyrir poka,“ segir á vef Mæðrastyrksnefndar.

Samtökin voru stofnuð árið 1928 og hafa stutt við bakið á þeim efnaminni síðan þá, sem og því að hafa barist fyrir mannúðlegri félagsmálalöggjöf. Að jafnaði aðstoðar nefndin um 300 heimili á viku og miklu fleiri í kringum stórhátíðir.

Mæðrastyrkspokinn er skreyttur mynd eftir listakonuna Hörpu Einarsdóttur. Á teiknuðu myndinni sést kona sem ver sig og ungann sinn fyrir utanaðkomandi ógn.

Á vefnum segir að umrædd mynd tákni styrkinn og staðfestuna sem þarf að sýna til að halda velli í lífsins ólgusjó, auk þess sem hún sýnir að öll getum við þurft á verndandi öflum að halda til að bæta líf okkar.

Teiknuð mynd eftir Hörpu Einarsdóttur.
Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir