fbpx
Bleikt

Poki fyrir poka: Styrktu hina efnaminni í neyð

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 4. júní 2018 14:30

Mæðrastyrksnefnd hóf nýverið sölu á Mæðrastyrkspokanum svonefnda, en hann má kaupa með því að styrkja samtökin með upphæð sem nemur einum fullum poka af matvælum.

„Þannig hjálpumst við að og léttum undir með fólki sem hefur lítið á milli handanna, poka fyrir poka,“ segir á vef Mæðrastyrksnefndar.

Samtökin voru stofnuð árið 1928 og hafa stutt við bakið á þeim efnaminni síðan þá, sem og því að hafa barist fyrir mannúðlegri félagsmálalöggjöf. Að jafnaði aðstoðar nefndin um 300 heimili á viku og miklu fleiri í kringum stórhátíðir.

Mæðrastyrkspokinn er skreyttur mynd eftir listakonuna Hörpu Einarsdóttur. Á teiknuðu myndinni sést kona sem ver sig og ungann sinn fyrir utanaðkomandi ógn.

Á vefnum segir að umrædd mynd tákni styrkinn og staðfestuna sem þarf að sýna til að halda velli í lífsins ólgusjó, auk þess sem hún sýnir að öll getum við þurft á verndandi öflum að halda til að bæta líf okkar.

Teiknuð mynd eftir Hörpu Einarsdóttur.
Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli