fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Aðalheiður missti 20 kíló og losaði sig við lyfin: „Ég var á þunglyndislyfjum, lyfjum við áunninni sykursýki og blóðþrýstingslyfjum – ekki orðin þrjátíu ára gömul“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 4. júní 2018 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ásdís hefur allt sitt líf staðið í basli við aukakílóin en fyrir mörgum árum síðan greindist hún með fjölblöðruheilkenni og áunna sykursýki.

„Ég hef alltaf verið í stanslausu basli við aukakílóin, eða á maður kannski að segja auka manneskjuna sem ég hef borið utan á mér bróðir partinn af lífinu,“ segir Aðalheiður í fjölmennum hóp kvenna á Facebook sem er til þess gerður að hvetja þær til heilbrigðs lífsstíls.

Hjartalæknirinnn sagði Aðalheiði til syndanna

„Árin 2015 og 2016 voru bara toppurinn á þessu brjálæðislega góða líferni hjá mér. Þá náði ég gjörsamlega toppi mínum í þyngd og vanlíðan. Ég er steinhissa að það skuli vera til mynd af mér frá þessum tíma.“

Í janúar árið 2017 upplifði Aðalheiður þrot í lífi sínu og kynntist í kjölfarið lágkolvetna lífsstíl.

„Ég hætti í sambandi eftir átta ár og aldrei hefði mér dottið það í hug að þessi tími í lífinu sem var mér mjög erfiður, myndi vera það allra besta sem hefur komið fyrir mig. Í febrúar átti ég tíma hjá hjartalækni þar sem ég ætlaði að athuga stöðuna á minni hjartaheilsu vegna fjölskyldusögu minnar. Þar labbaði ég á vegg. Var sett á blóðþrýstingslyf og var tekin í gegn af lækninum sem sagði mér hreinlega til syndanna. Þarna stóð ég á toppi þyngdar, á þunglyndislyfjum, lyfjum til þess að meðhöndla áunnu sykursýkina og fékk svo blóðþrýstingslyf líka. Ekki orðin þrjátíu ára gömul.“

Búin að losa sig við lyfin með réttu mataræði

Læknirinn greindi Aðalheiði frá því að ef hún myndi ekki gera eitthvað í sínum málum undir eins þá yrði hún eilífðar sjúklingur.

„Hann rétti mér blað með staðreyndum um hvað best væri að gera í minni stöðu matarræðislega séð og var það lágkolvetna lífsstíll. Alla tíð hef ég verið á móti lágkolvetna mataræði þar sem ég hef endurtekið fyrir sjálfri mér að heilinn þurfi kolvetni. En þarna setti ég allt til hliðar og ákvað að kynna mér þetta til hins ýtrasta.“

Aðalheiður fór strax að sjá árangur og einungis nokkrum mánuðum síðar hafði hún misst heil 20 kíló.

„Ásamt því að missa heil 20 kíló náði ég að losa mig við þann fjanda að þurfa að taka lyf við lífsstíls heilsubrestum mínum. Í dag er ég lyfjalaus. Ég held langtíma blóðsykri, þunglyndinu og blóðþrýstingnum í skorðum með mataræðinu einu.“

Ótrúlegur árangur Aðalheiðar

Það er meiri vinna að vera sjúklingur

Aðalheiður viðurkennir þó að ferlið sé ekki búið að vera auðvelt.

„Þetta er ekki búin að vera auðveld ganga, þetta er vinna. En ég skal segja ykkur eitt, það er meiri vinna að vera sjúklingur.“

Velgengni Aðalheiðar fékk hana til þess að vilja hjálpa öðru fólki í sömu stöðu og stofnaði hún hóp á Facebook sem heitir Lágkolvetna Góðgæti.

Ásamt því opnaði Aðalheiður Snapchat reikning sinn þar sem hún deilir uppskriftum sem tengjast lágkolvegna lífsstíl og er hægt að fylgjast með henni undir notandanafninu: allyapple7

„Ef einhver er í vafa eða í svipaðri stöðu og ég var í fyrir rúmlega ári þá vil ég bara segja ykkur eitt. Lífið er ekki búið, þetta er hægt. Það þarf bara að taka skrefið. Í dag, rúmlega ári seinna er ég búin að finna sjálfa mig í mataræði, elska vinnuna mína, búin að kynnast ástinni í lífi mínu og gifta mig í þokkabót. Lífið er núna, það er bara þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.