Bleikt

Glæsileg Super Mario súkkulaðikaka frá Valgerði Sif

Öskubuska
Föstudaginn 1. júní 2018 10:00

Núna um daginn gerði ég þessa köku fyrir 7 ára afmæli, þemað var Super Mario Bros og varð ég að sjálfsögðu að þeirri ósk.

Afmælisbarnið vildi súkkulaðiköku með súkkulaði kremi og uppskriftin sem ég notaði er gömul skúffuköku uppskrift frá mömmu með smá twist! Kakan var samsett úr fjórum 26cm botnum og súkkulaði smjörkrem á milli.

Þegar ég var svo búin að slétta eins vel og ég gat úr blessuðu smjörkreminu þá fór kakan í frysti og við tók að vigta og hnoða lit í sykurmassann og fletja hann út. Ég get með sanni sagt að þetta gekk EKKI eins og í sögu heldur þurfti ég að fletja massann út ekki einu sinni heldur tvisvar því hann festist alltaf við borðið! Ég viðurkenni að mig langaði til að garga þar sem ég hafði lítinn tíma til að græja þetta allt EN þetta hófst á endanum.

Hér er ég að byrja að fletja massann, ég notaði karteflumjöl undir því það þurrkar ekki upp sykurmassann eins og flórsykurinn gerir.

Hér er svo massinn kominn á og bara eftir að slétta aðeins úr honum og skreyta!

Loka útkoman var svo svona en ég gerði Mario sjálfan úr Gumpaste, og hinar fígúrurnar líka, stjörnurnar, skýin og rest var svo úr sykurmassa sem ég litaði eftir þörfum og það sem bjargaði geðheilsunni var að ég gerði allar skreytingar daginn áður og geymdi í loftþéttu boxi.

Ég var ekkert lítið sátt með loka útkomuna enda er þetta fyrsta sykurmassa kakan sem ég geri ein og óstudd! Afmælisbarnið var mjög ánægt og það er ALLT sem skiptir máli.

Færslan birtist upphaflega á Öskubuska.is

Öskubuska
Öskubuska.is er eitt af stærri mömmu og lífsstíls bloggum landsins. Þær sem blogga hjá síðunni eru Hildur Ýr, Hildur Hlín, Ingibjörg Eyfjörð, Stefanía Björg, Elísabet Kristín, Selma Sverris og Amanda Cortes. Við erum jafn mismunandi og við erum margar og leggjum mikinn metnað í það að vera með sem fjölbreyttast og oft á tíðum persónulegt efni á síðunni. Þið getið fylgst með okkur á instagram og snapchat undir oskubuska.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir