fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Ragga nagli: „Segðu söguna þína með skrokknum þínum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag sem fjölmargir hafa dreift og gert athugasemdir við.

Samkvæmt nýjustu fregnum er það víst ófyrirgefanlegt fyrir mannkynið að vera ekki með rennisléttan maga íklæddur bikiníspjör.

Til að vera verðugur í samfélagi mannanna þarftu að hysja Speedo skýluna yfir uppþembda vömbina og koma henni í bikiníform hið snarasta.

Forðast sykur, salt, og borða aðeins hnefafylli af hnetum og ávöxtum.
Losa út hvern dropa af vessa í skrokknum með spínati og selleríi.

Því Guð blessi Ísland ef múffutoppur leki yfir streng.
Slitför á rassi lendi á augnbotni nærstaddra.
Á pari við kjarnorkuslys að, eða húðkeppur gægist undan hlíra.
Börn í rennibraut sundlaugar hljóta varanlegan sálarskaða glittir í appelsínuhúð.
Því skal bora rassinum eins langt ofan í sandinn og láta lítið fyrir sér fara.
Taka minna pláss í heiminum með að draga hnén upp að höku.

Það er ábyrgðarhluti að mæla með vatnslosun, aðgerð sem fitnesskeppendur og íþróttamenn nota, til þess eins að spranga um á lendaskýlu á flísaklæddum bökkum Vesturbæjarlaugar.

Að djöflagera heilsusamleg matvæli brokkolí, baunir og lauk plantar þráhyggju um mat hjá ungri kynslóð sem nú þegar rær lífróður innan um flóðbylgju af skaðlegum skilaboðum um næringu.

Svarthvítur hugsunarháttur skýtur rótum þar sem samviskubit, sektarkennd, reglur og refsingar stýra hvað fer upp í munninn.

Næringargildi matvæla verður skyndilega vopn en ekki verkfæri.

Að hvetja konur til að fela líkamshluta í sandi eins og skjaldbaka á strönd af því líkamsvöxturinn er ekki á pari við skrokka sem birtast okkur í nærfata auglýsingum getur búið til ævilangt raskað samband við spegilmyndina.

Þar sem ‘Ekki-nógan’ lekur út úr hverjum miðlinum af öðrum, ekki nógu grönn, ekki nógu fit, ekki nógu sterk, ekki nógu stór brjóst eða þrýstinn rass, væri fjölmiðli meira til sóma að hvetja konur til að standa stoltar í eigin skinni í örspjör, í stað þess að
Að valdefla konur til að taka meira pláss í veröldinni, en ekki blandast saman við umhverfið eins og rjúpan að fela sig fyrir fálkanum.

Slitför eru ekki lýti. Þau eru sagan þín. Þegar þú gekkst með börnin þín. Þegar þú fórst í gegnum kynþroskaskeiðið.

Umfram fita á maga er ekki merki um veikleika.
Einfaldlega að hafa neytt fleiri hitaeininga en líkaminn brennir.
Maginn er líka hluti af sögunni þinni.

Þegar þú borðaðir súkkulaðiköku hjá ömmu sem nú er dáin. Gómsæti börgerinn sem þú deildir með eiginmanninum um síðustu helgi.

Segðu söguna þína með skrokknum þínum.
Og horfðu á konurnar í kringum þig byrja að segja sína sögu.

Og borðaðu fjandakornið það sem þig langar í áður en þú hysjar brók yfir rass og strappar brjósthaldara yfir geirvörtur.

Það eru bestu skilaboðin til yngri kynslóðarinnar.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.