Bleikt

Hvernig á að ná lýsislykt úr fötum?

Lady.is
Miðvikudaginn 23. maí 2018 13:00

Lýsi er okkur mjög mikilvægt. Það má segja að lýsi sé svokallað heilafóður og mikilvægt fyrir sjónheilsu. Það er svo mikið sem lýsi gerir fyrir okkur.

Klara elskar lýsi og biður alltaf um meira, ég hinsvegar kýs að taka inn perlurnar.

Lyktin af lýsi er ekkert mikið í uppáhaldi hvað þá ef hún fer í fötin, það þarf ekki nema einn lítinn dropa þá angar flíkin.

En þetta er lítið til að stressa sig yfir, maður getur náð lyktinni úr. Mér finnst langt best að nota rodalon til þess að ná lyktinni.

Í þessu tilfelli er nóg að leggja flíkina í bleyti í vaskinum.

  • 1-2 tappar af rodaloni
  • 1/2 líter af vatni

Leyfið flíkinni að liggja í 30 mín.

Eftir 30 mín takið flíkina og setjið í þvottavélina. Þar sem öll virknin sem við vildum fá fór fram í vaskinum þá má setja smá þvottaefni og setja meiri þvott í vélina.

Ef lyktin er það mikil af flíkinni setjið hana þá eina og sér í vélina ásamt 1- 2 tappa af rodaloni í forþvottshólfið og á 30° án þvottaefnis.

Því lægri hiti því betra. Ef vatnið er yfir 40° verður virknin í rodaloni lítil sem enginn.

En það eru eflaust til margar aðrar leiðir. Mér finnst þessi mjög góð 🙂

Færslan birtist upphaflega á Lady.is

Lady.is
Lady.is eru átta hressar dömur, Gabríela, Snædís, Guðrún Birna, Aníta Rún, Sunna Rós, Jórunn María, Sæunn Tamar og Rósa Soffía með mismunandi áhugamál. Skrifum um móðurhlutverkið,
lífsstíl, heimilið, uppskriftir, snyrtivörur og fleira.
Þið finnið okkur undir:
www.lady.is
www.instagram.com/lady.is_
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir