fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Að sofa með andlitsfarða: Hvað gerir það við húðina okkar í raun og veru?

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 23. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verum bara alveg hreinskilin. Við höfum öll sleppt því að taka af okkur farðann áður en við förum að sofa. En hvað gerir það við húðina okkar í raun og veru?

Ef þú leggur það í vana þinn að sleppa því að hreinsa húðina fyrir nóttina þá eru nokkur atriði sem þú ættir að hafa í huga. Popsugar hafði samband við nokkra sérfræðinga og bað þá um að útskýra hvað það er sem raunverulega gerist við húðina okkar þegar við sofum með farðann á okkur.

„Farðinn á það til að stífla svitaholurnar okkar og þegar við þrífum húðina í lok dags erum við að hreinsa drulluna sem liggur í þeim. En ef þú ferð að sofa með farðann á andlitinu þá stíflar þú svitaholurnar með olíukenndu efni sem gerir það að verkum að þær stækka. Það getur komið sýking í þær og þú getur endað á því að fá ör,“ segir dr. Tatiana.

Samkvæmt dr. Tatiana gerist þetta vegna þess að farðinn kemur í veg fyrir eðlilega virkni fitukirtlanna.

„Það getur stíflað fitukirtla og gert það að verkum að seytiefni fitukirtlanna eykst of mikið sem er bólguvaldandi. Það er hinsvegar mikilvægt að muna að rakakrem fyrir húðina gera þetta ekki. Það er mikill miskilningur að olíu mikilhúð eldist betur, það er einfaldlega ekki satt.“

En stækkaðar svitaholur er ekki eina vandamálið sem fólk má búast við ef það sefur með andlitsfarðann á sér.

„Farðinn myndar olíu á húðinni sem dregur að sér mengun og bakteríur. Að sofa með farðann á sér getur gert það að verkum að húðin á þér er umlukin slæmum efnum og bakteríum alla nóttina. Húðfrumurnar munu ekki starfa á eðlilegan hátt og fitukirtlarnir geta farið að bila. Það leiðir til þess að húðin þín mun ferða fitumeiri, óheilbrigðari og ljótari.“

Dr. Tatiana segir að ef sofið er með farða á andlitinu yfir langan tíma þá séu meiri líkur á því að fólk fái bólur og ör og að húðin verði viðkvæmari.

Ef fólk sækist eftir því að vera með glansandi fallega húð sem er laust við bólur ætti það því að temja sér góða húðhreinsunarrútínu á kvöldin.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.