fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Berglind samdi ljóð þegar hún glímdi við alvarlegt þunglyndi: „Ég fékk sjokk yfir því að mér hafi liðið svona“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 18. maí 2018 11:00

Berglind Dögg Helgadóttir glímdi á tímabili við mjög alvarlegt þunglyndi. Á dögunum rakst Berglind á ljóð sem hún samdi frá þeim tíma og fékk áfall.

„Það sem er áhugavert er hversu fljótur maður er að gleyma. Ég las þetta ljóð mitt í dag og fékk sjokk yfir því að þetta hafi verið líðanin mín á þessari stundu. Sem betur fer er þetta ekki svona í dag og mikið óskaplega er ég þakklát fyrir það,“ segir Berglind í færslu á Facebook sem hún gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta.

Ákvörðunin er alltaf manns eigin

„En það hefur kostað mikla og erfiða vinnu sem engin hefur getað gert fyrir mig nema ég sjálf. Það er nefnilega þannig að lífið er jú erfitt. Mismikið, vissulega en ákvörðunin um að breyta og bæta sálina og umhverfi manns er og verður alltaf manns eigin.“

Berglind segir enga skömm liggja í því að greinast með andleg veikindi.

„Margir upplifa það hins vegar og þora ekki að segja frá og á þeim tímapunkti sem ég skrifaði þetta ljóð þá var ég algjörlega þar. En hér er ljóðið sem mig langar að deila með ykkur, vonandi hjálpar það einhverjum. Því þó að lífið taki krappa beygju þá er hægt að snúa því við.“

Ljóð Berglindar má lesa hér fyrir neðan og má vel lesa angist hennar og vanlíðan frá þessum tíma.

Fangi

Þegar allt virðist erfitt.
Ég bugast. Hvað gerðist?
Þá dimmir í huga mér.

Myrkrið deyfir og æsir
Vonleysið kætir
Ég fangi er í huga mér.

Ekkert gleður, ekkert gaman.
Öllum er alveg sama.
Ég er ómerkileg og leið.

Ég ekkert kann eða get
Hef ekki orku í eitt fet
Vil sofa í 1000 ár.

Ég þrái líf og tilgang
En kem mér ekki í gang
Myrkrið vill ekki sleppa.

Herbergið er loftlaust
Kalt, eins og komið sé haust.
Ég get ekki andað.

Í myrkri og kulda ég lá
Dofin, frá haus niðrí tá.
Ég get ekki hreyft mig.

Vonleysið tekur völd
Því halda engin bönd.
Það eyðir öllu góðu.

Ég ennþá hér ligg.
Engin hjálp sem ég þigg
Ég er enn fangi, ennþá hér.
Ein. Inní huga mér.

Höfundur: Berglind Dögg Helgadóttir

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“