fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Uppskrift af vegan Quinoa og svartbauna chilli að hætti Amöndu Cortes

Öskubuska
Fimmtudaginn 17. maí 2018 13:30

Mig langaði að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds réttum þegar mig langar í eitthvað fljótlegt og þægilegt. Það eru ekki of mörg hráefni í réttinum og þegar allt er komið í pottinn get ég sinnt öðrum verkum meðan rétturinn mallar.

Það er auðvelt að sníða réttinn að eigin smekk og gaman að bæta við hann meðlæti eins og ykkur lystir. Guacamole, sýrður rjómi frá Oatly, nachos flögur og salat er t.d. allt meðlæti sem myndi henta vel með þessum rétti.

Hráefni 

– 1 rauðlaukur

– 2 paprikur

– 3 hvítlauksgeirar

– 1 tsk salt, oregano, kúmen, chilli duft

– 1 dós svartar baunir

– tómat passata ca 425g

– 1 + 1/3 bolli vatn

– ¾ bolli ósoðið quinoa

– olía á pönnuna

Fínsaxaður laukur er mýktur á meðalheitri pönnu með smáveigis ólífuolíu. Saxaðri papriku, hvítlauk og kryddum er bætt við. Hrærið hráefnunum vel saman og eldið í 5mín. Baunir og quinoa eru skoluð í sigti og loks bætt út í pönnuna.

Vatn og tómat passata fylgir rétt á eftir og öllu hrært vel saman. Náð er upp smáveigis suðu og réttinum leyft að malla með loki á pönnunni í um 30mín., eða þar til quinoað er soðið og mestur vökvinn er gufaður upp.

Berið fram með meðlæti. Rétturinn dugar í um 3-4 skammta.

 

Öskubuska
Öskubuska.is er eitt af stærri mömmu og lífsstíls bloggum landsins. Þær sem blogga hjá síðunni eru Hildur Ýr, Hildur Hlín, Ingibjörg Eyfjörð, Stefanía Björg, Elísabet Kristín, Selma Sverris og Amanda Cortes. Við erum jafn mismunandi og við erum margar og leggjum mikinn metnað í það að vera með sem fjölbreyttast og oft á tíðum persónulegt efni á síðunni. Þið getið fylgst með okkur á instagram og snapchat undir oskubuska.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“