fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Uppskrift af vegan Quinoa og svartbauna chilli að hætti Amöndu Cortes

Öskubuska
Fimmtudaginn 17. maí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langaði að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds réttum þegar mig langar í eitthvað fljótlegt og þægilegt. Það eru ekki of mörg hráefni í réttinum og þegar allt er komið í pottinn get ég sinnt öðrum verkum meðan rétturinn mallar.

Það er auðvelt að sníða réttinn að eigin smekk og gaman að bæta við hann meðlæti eins og ykkur lystir. Guacamole, sýrður rjómi frá Oatly, nachos flögur og salat er t.d. allt meðlæti sem myndi henta vel með þessum rétti.

Hráefni 

– 1 rauðlaukur

– 2 paprikur

– 3 hvítlauksgeirar

– 1 tsk salt, oregano, kúmen, chilli duft

– 1 dós svartar baunir

– tómat passata ca 425g

– 1 + 1/3 bolli vatn

– ¾ bolli ósoðið quinoa

– olía á pönnuna

Fínsaxaður laukur er mýktur á meðalheitri pönnu með smáveigis ólífuolíu. Saxaðri papriku, hvítlauk og kryddum er bætt við. Hrærið hráefnunum vel saman og eldið í 5mín. Baunir og quinoa eru skoluð í sigti og loks bætt út í pönnuna.

Vatn og tómat passata fylgir rétt á eftir og öllu hrært vel saman. Náð er upp smáveigis suðu og réttinum leyft að malla með loki á pönnunni í um 30mín., eða þar til quinoað er soðið og mestur vökvinn er gufaður upp.

Berið fram með meðlæti. Rétturinn dugar í um 3-4 skammta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.