fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Helga glímdi við alvarlegt fæðingarþunglyndi: „Ég hárreitti mig og klóraði á mér hendurnar svo fast að það komu för“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Rut Hauksdóttir hefur barist við þunglyndi allt frá þrettán ára aldri. Þegar Helga eignaðist sitt fyrsta barn átti hún þó ekki von á þeirri erfiðu baráttu sem hún átti eftir að herja gegn fæðingarþunglyndi.

„Ég hef átt í stanslausri baráttu gegn þunglyndi, en fæðingarþunglyndi er ein af erfiðustu baráttunum. Ég er farin að þekkja táknin sem koma út af þunglyndinu en fæðingarþunglyndið, það er allt önnur saga,“ segir Helga Rut í einlægri færslu sinni á Vynir.

Vissi ekki hvernig henni átti að líða

Þann 11. desember árið 2015 eignaðist Helga dóttur sína sem fékk nafnið Íris.

„Allt var gott, ég var svo kát að fá litlu stelpuna mína í hendurnar og ekkert virtist ætla að breyta því. En þann 14. desember sama ár greindist tengdamóðir mín með brjóstakrabbamein og allt fór á hvolf. Ég vissi ekki hvernig mér átti að líða. Hvort ég ætti að vera hrædd og leið eða kát og hamingjusöm. Ég vissi ekki hvenær væri viðeigandi að líða illa og hvenær væri viðeigandi að líða vel. Þannig að þetta blandaðist allt saman og andlega hliðin fór í rugl hjá mér.“

Fyrstu einkenni fæðingarþunglyndis Helgu var svefnleysi og fljótlega fylgdi matarlystin.

„Ég svaf kannski bara þrjá klukkutíma á sólarhring og svo minnkaði matarlystin. Á innan við mánuði var ég komin svo langt niður að ég svaf ekkert og gat varla borðað. En þetta stoppaði ekki þar, ég varð verri í skapinu og hafði mjög stuttan þráð. Ég gat aldrei verið róleg og missti stjórn á skapinu mínu mjög fljótt.“

 Skapið í Helgu var orðið svo slæmt að hún var orðin reið út í dóttur sína fyrir að gráta.

„Sem er ósanngjarnt, því það er eina leiðin sem hún kunni til þess að tjá sig. Ég var vond við alla í kringum mig og enginn gat komið mér í gott skap.“

Skaðaði sjálfa sig

Þegar dóttir Helgu var orðin tveggja mánaða gömul var Helga farin að skaða sjálfa sig.

„Ég hárreytti mig og klóraði á mér hendurnar svo fast að það komu för. Ég var svo slæm að fólk sem þekkti mig höfðu áhyggjur af mér. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðin slæm fyrr en móðir vinkonu minnar spurði hana hvort ég væri ekki í lagi. Ég fékk áfall þegar vinkona mín sagði mér það en þá var dóttir mín orðin rúmlega níu vikna.“

Helga var mjög hrædd við að leita sér hjálpar en ákvað þó að panta sér tíma hjá geðlækni.

„Þar fór ég í nokkur próf og hún greindi mig með fæðingarþunglyndi og ofsakvíða og fékk ég lyf við því. Ég prófaði þau og reyndi mitt besta en ég varð mjög dauf og leið á þeim þannig að ég ákvað að hætta að taka þau. Með tímanum bættist matarlystin og svefninn en skapið bara versnaði og versnaði.“

Áttaði sig ekki á því að hún þyrfti hjálp

Helga tók ákvörðun með kærasta sínum að hún skyldi ræða við sálfræðing.

„Ég var ekki lengi hjá sálfræðingnum en ég talaði og hlustaði vel á það sem hann hafði að segja. Ég fann að ég varð betri og betri í skapinu. Byrjaði í ræktinni, fékk vinnu og eyddi frítíma með dóttur minni og ein með sjálfri mér.“

Helga segist ekki hafa áttað sig á því að hún hafi þurft að leita sér hjálpar.

„Stundum þarf maður bara að fá fersk eyru í málið.“

Hrædd um að verða þunglynd aftur

Þegar Helga varð ólétt af seinni dóttur sinni varð hún og kærasti hennar hrædd um að fæðingarþunglyndið tæki sig upp aftur.

„Ég var betri í lengri tíma í þetta skiptið. Það var ekki fyrr en Bríet okkar varð þriggja vikna sem ég fór að taka eftir táknum um fæðingarþunglyndi. Ég var þreytt, svaf varla og matarlystin byrjaði að minnka. Ég gerði allt sem ég gat til þess að forðast fæðingaþunglyndið en það hjálpaði skammt. Stuttu seinna var skapið mitt orðið mjög slæmt og allt ömurlegt.“

Þegar Bríet, dóttir Helgu var 6 vikna gömul var Helga orðin rosalega slæm af fæðingarþunglyndinu.

„Eftir að ég tók eftir því að ég var komin með fæðingarþunglyndi talaði ég við kærasta minn og foreldra til þess að fá hjálp frá þeim. Við komumst öll að sömu niðurstöðu. Ég vil ekki gera sömu mistök og síðast.“

Helga tók því ákvörðun um að tala aftur við sálfræðing til þess að fá hjálp við það að laga andlegu heilsuna.

„Ég veit að það er erfitt að sýna veikleika og viðkvæmni þegar við eigum að vera sterka foreldrið. En við þurfum að muna að foreldrar þurfa líka að vera sínar eigin manneskjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan