fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Þjáist þú af kvíða? 14 ráð til þess að uppræta streitu og kvíða

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld sungu þau Pálmi GunnarssonHelga Möller og Eiríkur Hauksson í Eurovision árið 1986. Síðan eru liðin mörg ár.

Það má með sanni segja að við lifum á tíma hraða, breytinga og pressu. Dagarnir þjóta áfram og nýjar byltingar stíga dagsins ljós reglulega. Á stuttum tíma hefur vinnumarkaðurinn breyst gífurlega og fjölskyldulífið með. Konur eru farnar út af heimilinu, börnin komin í daggæslu og mikil pressa er á fólki að standa sig vel í öllu því sem það tekur sér fyrir hendur.

Það telst því varla skrítið að kvíði og fylgikvillar hans herja á marga. Samtök kvíða og þunglyndis í Bandaríkjunum mæla með þessum ráðum fyrir fólk sem upplifir mikla streitu og kvíða:

  • Taktu þér frí. Æfðu jóga, hlustaðu á tónlist, hugleiddu, farðu í nudd eða lærðu slökunar aðferðir. Að stíga burt frá vandamálum sínum getur hjálpað þér að hreinsa hugann.

  • Passaðu mataræðið. Borðaðu jafnt og þétt yfir daginn og ekki sleppa máltíðum. Hafðu hollt og orkumikið nasl ávallt nálægt þér.
  • Takmarkaðu áfengi og koffín en það getur aukið á kvíða og orsakað kvíðaköst.
  • Passaðu að þú fáir nægilega mikinn svefn. Þegar þú ert undir álagi þarfnast líkaminn meiri hvíldar.
  • Hreyfðu þig daglega.

  • Andaðu djúpt inn og út.
  • Teldu hægt upp á tíu. Endurtaktu og teldu upp í tuttugu ef þér finnst þú þurfa þess.
  • Gerðu þitt besta. Ekki stefna á fullkomnun, það er ómögulegt. Vertu frekar stolt/ur af því hversu vel þér tókst til.
  • Sættu þig við það að þú getur ekki stjórnað öllu. Skoðaðu áhyggjur þínar: Er þetta virkilega jafn slæmt og þú heldur?
  • Taktu vel á móti allri gleði. Húmor og hlátur kemur okkur öllum langt.

  • Haltu í jákvæðni. Reyndu að skipta út neikvæðum hugsunum fyrir jákvæðar.
  • Taktu þátt. Vertu sjálfboðaliði eða finndu þér einhverskonar viðfangsefni sem veitir þér stuðning og gefur þér frí frá daglegum áhyggjum.
  • Lærðu á þá þætti sem kveikja á kvíðanum þínum. Er það vinnan þín, fjölskyldan, skólinn eða eitthvað annað? Skrifaðu niður hvenær þú hefur áhyggjur og af hverju og leitaðu að mynstri.
  • Talaðu við einhvern. Segðu vinum þínum og fjölskyldu að þér finnist hlutirnir yfirþyrmandi. Útskýrðu hvernig þeir geta hjálpað þér. Talaðu við lækni eða sálfræðing og fáðu hjálp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.