fbpx
Bleikt

Lilja í hópi fimmtán færustu förðunarfræðinga á Norðurlöndunum – Þarf þína hjálp til að sigra

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 12:00

Mynd úr keppninni

Lilja Þorvarðardóttir förðunarfræðingur tekur nú þátt í keppninni Nordic face awards í annað skiptið. Á síðasta ári komst Lilja í topp 30 en í ár stefnir hún á sigur.

„Þetta er þriðja árið sem Nordic face awards er haldið en Face awards er ein stærsta förðunarkeppnin í Bandaríkjunum. Hún er haldin í 43 löndum út um allan heim en Nordic face awards er sem sagt keppnin sem er bara haldin innan Norðurlandanna,“ segir Lilja í samtali við blaðamann.

Lilja er virkilega hæfileikarík / Mynd úr keppninni

Lilja er 24 ára gömul og útskrifaðist hún árið 2016 úr Mask makeup academy.

„Ég tók líka þátt í fyrra og komst í topp 30. Einhvern veginn þá fékk ég bara spark í rassinn og langaði að gera þetta 100% í ár og vinna keppnina.“

Keppnin er haldin í skrefum og í hverju skrefi er ný áskorun.

Hjálpum Lilju með því að kjósa hana / Mynd af síðu Nordic face awards

„Keppendur gera myndband af ákveðnu þema og dómnefnd velur hverjir komast áfram alveg þangað til í topp 15. Eftir það fara völdin til áhorfendanna og kjósa þeir hverjir komast í topp 5, þá taka dómararnir aftur við og velja sigurvegara. Hvert einasta atkvæði skiptir miklu máli og þetta er mikið ævintýri. Mig langar að Íslendingur taki þetta heim í ár.“

Nýjasta myndband Lilju má sjá hér fyrir neðan og hægt er að kjósa hana einu sinni á dag til 22. maí inn á Nordicfaceawards.com

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?