fbpx
Bleikt

Guðrún ber ör eftir sjálfsskaða: „Mig langaði svo mikið til að deyja“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:22

Guðrún Ósk Þórudóttir telur mikla þörf fyrir að opnað sé á umræðu um sjálfsskaða en sjálf ber hún ör á líkama sínum eftir að hafa skaðað sjálfa sig í gegnum tíðina.

„Það er virkilega óþægilegt að segja frá því og það er mikil skömm í að viðurkenna að maður sé að meiða sjálfan sig. Maður getur ekki stoppað og rankar oft við sér eftir að vera búin að framkvæma skaðann,“ segir Guðrún í einlægri færslu sinni á Gullstelpur.

Sjálf ber Guðrún ör á vinstri hendi sem hún segist hafa gert til þess að flýja raunveruleikann.

„Bara til þess að finna ekki til inn í mér, losna frá sjálfri mér. Ég var í leiðinni svolítið óbeint að kalla á hjálp án þess að segja orðið. Maður kannski þorði ekki að biðja um hjálp og fannst maður ekki vera nógu mikils virði til þess að eiga hana skilið.“

Mynd /Shutterstock

Guðrún telur virkilega mikilvægt að vera opin varðandi veikindi sín og segir hún að allir skipti máli þrátt fyrir að oft líði einstaklingum ekki þannig.

„Ég fékk alveg að heyra oft að ég væri eitthvað skrítin að gera þetta og að ég ætti að leita mér hjálpar. Ég valdi sárin og örin og var sjaldan í stutterma bolum. Ég skammaðist mín fyrir að vera svona geðveik.“

Guðrún segist átta sig á því í dag að það sé ekkert að því að vera geðveik þrátt fyrir að fólk virðist oft reyna að nota orðið í niðrandi meiningu.

Langaði til þess að deyja

„Ég tók það inn á mig verulega lengi en ekki í dag. Ég veit ég er það og ég lifi með því. Loksins finnst mér í lagi að lifa með því. Það tekur auðvitað tíma að ná þessari hugsun. En ég varð svona eftir ofbeldi, kynferðisofbeldi, neyslu og fleiri aðra þætti.“

Guðrún segist oft hafa langað til þess að deyja.

„Ég hótaði oft að drepa mig og mig langði svo mikil til þess að deyja. Mig langaði samt líka að fá hjálp og lifa en ég sá aldrei neina leið út. Árið 2013 framdi ég í fyrsta skipti sjálfsvíg sem tókst sem betur fer ekki. Ég fór á gjörgæslu, missti börnin mín og sá ekkert framhald.“

Guðrún viðurkennir að sú tilfinning að vakna með fjölskylduna áhyggjufulla um líf hennar sé versta tilfinning sem hún hafi upplifað.

„Við vorum öll mjög ánægð að ég væri á lífi. Þetta var alls ekki góð upplifun en ég er hætt að lifa í skömm. Með þessari reynslu minni vil ég frekar geta hjálpað einhverjum. Það er engin tilfinning betri en að hjálpa öðrum.“

Guðrún hvetur fólk til þess að fræða sig um sjálfsskaða þar sem hann er algengari heldur en fólk telur.

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“