fbpx
Bleikt

Hin hliðin á Selmu Björns: „Þurfti að sópa götur en er með rykofnæmi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. maí 2018 21:00

Selma Björnsdóttir söngkona hefur tekið þátt í Eurovision tvisvar, leikið og sungið og dansað í yfir 20 sýningum á vegum Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins, en frá árinu 2007 mest megnis verið að leikstýra um allan heim meðal annars í Royal Shakespeare Company í Stratford, Noregi, Svíþjóð, Boston, og Toronto. Selma sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Selma eða vera annað en leikstjóri, söngkona eða leikkona?
Væri til í að heita Ísadóra Lóa og vera barnalæknir.

Hverjum líkist þú mest?
Ég á þrjár systur en ég líkist Birnu og Hrafnhildi, systrum mínum, mest. Guffa og ég erum meira líkar með húmor frekar en í útliti

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé köld og fráhrindandi, sem mínir bestu kannast alls ekki við og finnst ég einmitt vera viðkvæmt og umfaðmandi blóm.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Að halda stutta og effektífa fundi. (Hata langa og leiðinlega, tilgangslausa fundi)

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Að þú sért ekki heimskur þótt þú eigir við námsörðugleika að stríða, út af tauga- eða geðröskunum sem þú fæddist með.

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Vá, svo margar búðir koma upp í hugann, Louis Voitton, Chanel, en ef við eigum að halda þessu á eyjunni okkar, þá tekur enga stund að eyða 100.000 krónum í Geysi eða Farmers market.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Vil engan legstein, vil láta brenna mig og dreifa minni ösku yfir mína uppáhaldsstaði. En sloganið mitt verður alltaf: HÚN LIFÐI LÍFINU LIFANDI!

Sex ára barn spyr þig hvort jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Já, elsku barn. Ég hef hitt þá alltof marga í lífinu.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Who run the world? girls með Beyoncé.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
„Shit“ hef horft á margar býsna oft en ég held að Grease hafi vinninginn.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Herðapúðar.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Að sjálfsögðu!

Hverju laugstu síðast?
Að það væru 5 mínútur í mig.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Æi, mér finnst trúarbrögð vera úrelt. Tek undir með Ricky Gervais sem sagði: „There have been nearly three thousand gods in the universe. None of them are real… except yours… yours is real.“ Er nefnilega trúlaus eftir mikla rannsókn í mörg ár og útskrifast sem athafnastjóri Siðmenntar vonandi í byrjun sumars. Get þá farið að gefa saman fólk og stjórna nafngjafarathöfnum. Hlakka mikið til.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Leikir. Skil ekkert í þeim og kann ekki.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Barrölt.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Sennilega son minn, fyrir að öskra á Playstation partnerinn sinn. Skil þetta stöff ekki.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Madonnu.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Klór í krítartöflu.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Bill Cosby. Elskaði fyrirmyndarföðurinn en gubbaði upp í mig eftir síðustu fréttir.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Unglingavinnan þar sem ég þurfti að sópa götur en var með rykofnæmi.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Að maður ætti alltaf að trúa því besta upp á fólk.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Að fæða börnin mín!!!!!!

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Að drekka vín.

Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Logið einhverju til að bjarga vini úr veseni.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Marge í Simpsons, hefðum margt að fara á trúnó yfir.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að elska!

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Noh, ertu þá til?

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
HÆ, hvenær koma Selma og Miðnæturkúrekarnir með „comeback“! Og svo myndi hún að sjálfsögðu biðja um diskinn Alla leið til Texas, áritaðan.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?