fbpx
Bleikt

15 staðreyndir um heilsuna – Sem eru í raun tóm þvæla

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 14. maí 2018 15:30

Það kannast allir við að hafa heyrt allskonar ráð og staðreyndir sem hljóma of vel til þess að vera sannar. Líklega er það vegna þess að flestar þeirra eru staðreyndavillur eða mjög miklir misskilningar sem undið hafa upp á sig með tímanum.

Til þess að koma í veg fyrir frekari misskilning tók Buisness Insider saman fjöldann allan af staðreyndavillum og setti saman lista. Bleikt fór í gegnum listann og tók saman nokkrar algengar staðreyndavillur.

 1. Mjólk er góð fyrir beinin

Þetta er auglýsing sem virkaði betur heldur en búist var við. Nú halda allir að mjólk sé algjör töfralausn fyrir beinabyggingu okkar vegna kalks og D-vítamíns sem við innbyrðum við neyslu hennar. En staðreyndin er sú að margar rannsóknir hafa sannað það að mjólkurdrykkja (og jafnvel inntaka á kalki og D-vítamíni) hefur ekkert að gera með það að bein brotni eða brákist sjaldnar.

 1. Lífrænn matur er laus við skordýraeitur og er næringarríkari

Lífrænn matur er ekki laus við skordýraeitur og hann er ekkert endilega hollari fyrir þig. Bændur sem rækta lífrænar vörur mega nota skordýraeitur sem er gert úr náttúrulegum efnum. Í sumum tilfellum eru þau efni verri fyrir umhverfið heldur en hliðstæða þeirra sem gerð er úr gerviefnum. Hins vegar er magn skordýraeiturs á bæði lífrænum sem og ólífrænum mat svo lítið að ekki þarf að hafa áhyggjur af inntöku þess.

 1. Það er í lagi að borða mat upp af gólfinu ef þú tekur hann upp innan 5 sekúndna

Fimm sekúndna reglan er eitthvað sem margir kannast við. Ef þú missir matinn á gólfið þá er í lagi að borða hann svo lengi sem þú tekur hann upp innan fimm sekúndna. En þetta er rangt. Bakteríur geta smitast í matvæli á innan við millisekúndu. Auðvitað ræður þú því hvort þú ákveður að borða matinn samt sem áður, en veltu því samt fyrst fyrir þér hvar þú ert staddur. Hversu margir hafa gengið á þessu gólfi á skítugum skónum?

 1. Eitt epli á dag heldur heilsunni góðri

Epli eru mjög holl, þau eru full af C-Vítamínum og trefjum sem eru virkilega góð fyrir okkur. Þau koma samt ekki í veg fyrir það að þú verðir veikur ef þú kemst í tæri við vírus eða bakteríur. Það er því öruggara að fá flensusprautuna á haustin ef þú hefur ekki áhuga á því að verða lasinn.

 1. Sykur lætur börn verða ofvirk

Margar rannsóknir hafa verið gerðar til þess að reyna að sanna þessa staðreynd en engin þeirra hefur komist að sannleikanum. Hugmyndin um það að sykur láti börn þróa með sér ADHD er mjög vinsæl en staðreyndin er sú að fleiri rannsóknir benda til þess að þetta sé rangt heldur en rétt.

 1. Blóðið verður blátt þegar það skortir súrefni

Blóðið okkar verður aldrei blátt. Það verður dökk rautt þegar það skortir súrefni en það virðist hins vegar vera blátt vegna þess að við sjáum það í gegnum mörg lög af vefjum.

 1. Mannfólk hefur fimm skilningarvit

Sjón, lyktarskyn, bragð, heyrn og snerting eru bara byrjunin. Ekki gleyma jafnvægi, hitaskyni, stöðu og hreyfiskyn sem gerir líkamanum kleift að vera meðvitaður, og sársaukaskyn.

 1. Að borða mikið af gulrótum gefur þér góða nætursjón

Það er mikið af A-vítamíni i gulrótum sem er gott fyrir augun, sérstaklega þá sem hafa slæma sjón. En að borða fullt af þeim mun ekki gefa þér neina ofurhetjusjón.

 1. Þegar kona er ófrísk þá fær hún „barna heila“ og missir mikið vit

Það eru í raun vaxandi sannanir fyrir því að óléttar konur séu skipulagðari og klárari en áður. Það hljómar skynsamar þar sem óléttar konur og ný bakaðar mæður þurfa að hafa meiri áhyggjur og hugsa um fleiri hluti heldur en áður.

 1. Hár og neglur halda áfram að vaxa eftir að þú deyrð

Hár og neglur halda ekki áfram að vaxa eftir að manneskja deyr. Hins vegar þurrkast skinnið upp og dregst saman sem gerir það að verkum að neglur og hár virðast lengri.

 1. Manneskjur geta ekki framleitt nýjar heilasellur

Við fæðumst ekki með allar þær heilasellur sem við munum hafa yfir ævina. Það eru margar vísbendingar sem gefa til kynna að heilinn haldi áfram að framleiða heilasellur í sumum svæðum heilans.

 1. Það tekur tyggjó sjö ár að fara í gegnum meltingarveginn

Tyggjó er nokkurn veginn ómeltanlegt en ef þú skyldir óvart kyngja einu þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Það fer í gegnum meltingarveginn og út á sama stað og allt hitt sem við skilum og líkaminn þarfnast ekki. Einu skiptin sem tyggjó hefur valdið vandræðum í meltingarvegi er þegar fólk hefur gleypt aðra hluti á sama tíma sem ekki eiga erindi inn í mannslíkamann, líkt og peninga. Þá getur myndast flækja sem erfitt er að leysa úr.

 1. Að taka vítamín eflir heilsuna

Vítamín hljóma eins og mjög góð hugmynd. Ein tafla sem inniheldur allt sem þú þarft til þess að vera heilsusamlegur. Ef það virkaði bara svona. Rannsóknir hafa ekki geta sýnt fram á það að þessi fjölvítamín árátta okkar sé til neins góðs. Þvert á móti hafa einstaka vítamín verið tengd við aukna hættu á sumum tegundum af krabbameini.

 1. Um 90% af líkamshita okkar tapast í gegnum höfuðið

Það er ekki satt. Við töpum líkamshita í gegnum hvaða líkamshluta okkar sem er, ef við pössum ekki upp á að verja hann fyrir kulda. Málið er hins vegar að líklegast er að höfuð okkar sé óvarið. Ef við erum úti í kuldanum án þess að vera með húfu þá töpum við hita í gegnum höfuðið og ef við erum úti án þess að vera í skóm og sokkum þá töpum við hita í gegnum fæturna.

 1. Að borða mat áður en þú ferð á fyllerí gerir það að verkum að þú helst edrú

Það að borða mat áður en þú drekkur áfengi hjálpar líkamanum að drekka í sig áfengið og getur hægt á því að áfengið komist í blóðrásina, en það mun ekki koma í veg fyrir það. Að borða fyrir áfengisdrykkju getur því hjálpað þér að koma í veg fyrir alvarlega þynnku en það mun ekki gera það að verkum að þú haldist edrú allt kvöldið.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?