fbpx
Bleikt

Hvolpamynd fjarlægð af Facebook: Eigandinn sá ekki typpið

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 13. maí 2018 15:00

Hinn 16 ára gamli Dominic Ibaos taldi ekkert að ljósmyndum sem hann hlóð upp á Facebook-síðu sína af þriggja daga gömlum, hárlausum hvolpi, hrukkóttum um háls og steinsofandi í lúku eigandans.

Kerfisstjórar samfélagsmiðilsins voru ekki lengi að loka á myndina þegar hún var merkt sem klám af notanda í Facebook-hópi sem var ætlaður dýraeigendum. Dominic fékk þau skilaboð send að ljósmyndin af nýja gæludýrinu þótti ekki mæta siðferðilegum kröfum samfélagsmiðilsins.

Dominic er frá Filipseyjum og á tólf hunda. Í spjalli við miðilinn The Sun sagðist hann upphaflega ekki sjá typpið á þessari mynd, bara hvolpinn sinn Dimitri. „Fyrst var ég reiður en þegar ég sá hvað fólki fannst þetta fyndið leið mér aðeins betur,“ bætir hann við. 

„Það er fyndið að þetta skuli vekja svona mikla athygli fyrir að líta út eins og typpi, en samt get ég haldið áfram að deila myndinni því þetta er ekki typpi“.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?