fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Hugmyndir fyrir mæðradaginn: Ekki gera ekki neitt

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 13. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei skal vanmeta mömmurnar, því án þeirra værum við ekki hér.

Í dag er mæðradagur og er þar af leiðandi tilvalið að gefa okkur stund fyrir þær sem fæddu okkur, ólu upp eða jafnvel bæði; þær sem standa okkur næst og helst til þær sem enn eru enn á meðal vor – því ekki er það sjálfgefið.

Þetta er það sem þú getur gert á mæðradaginn. Endilega kryddum þessa þætti með stigagjöfum.

 

Gjöf frá hjartanu, en með húmor

10-12 stig

Kemur þú múttunni á óvart, með blómvendi, boði út að borða, uppáhalds namminu eða bara einhverju óvenjulegu sem þú settir saman í Photoshop, þá ertu sett og í fínum málum.

Ef heilinn er eitthvað tómur eru hér hugmyndir að sniðugum mæðradagsgjöfum.

 

Bara í heimsókn

8-10 stig

Kannski geturðu bara mætt í spjall, sopa eða komið með kleinur. Jafnvel betra, kannski verða kleinur á borðinu þegar þú kemur.

 

Huggulegur Facebook-status

5 stig

Ef móðir góð stundar Fésbókina má alltaf skora stig með því að skara fram úr afmælisskilaboðum tímalínunnar.
Einfalt, hugulsamt, en engar kleinur samt.

 

Eitt símtal

2-4 stig

Það allra, allra minnsta sem má gera. Að frátöldu…

 

SMS/Messenger

1 stig

Þú getur betur, en lágmark er alltaf lágmark. Sérstök skammarverðlaun fara til þeirra sem senda einungis Facebook þumalinn í skilaboðum. Verra verður það ekki.

 

Hversu hátt skorar þú?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“