fbpx
Bleikt

Bjarndís borðaði eina máltíð á dag og kastaði henni upp: „Taldi mér trú um að ef ég myndi grennast þá myndi allt ganga betur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 12:00

Bjarndís Albertsdóttir hélt að hún væri búin að finna ástina í lífi sínu en þegar hann fór að sýna minnkandi áhuga á henni fór hún að þróa með sér óeðlilegar hugmyndir um líkama sinn.

„Ég var yfir mig ástfangin og sá ekki sólina fyrir honum. Fyrir mér var hann fullkomin og ég vissi ekki hvað ég hafði gert til þess að eiga hann skilið,“ segir Bjarndís um líðan sína fyrir rúmum tíu árum síðan á blogginu Komfort.is

Taldi sig of feita fyrir hann

„Hann vann mikið og ég heyrði oft ekkert í honum fyrr en seint um nóttina. Fyrst um sinn fannst mér þetta í lagi en svo fór ég að hafa áhyggjur af því að hann væri búinn að missa áhugann á mér. Að hann vildi mig ekki lengur og ég kenndi sjálfri mér um það. Ég taldi mig vera of feita, því hver vill vera með stelpu sem er svona feit?“

Á þessum tíma var Bjarndís 173 sentimetrar á hæð og 65 kíló og segir hún að í dag sjái hún hversu vel hún leit út á þessum tíma.

„En ég var ekki sátt með mig þá og ég taldi sjálfri mér trú um það að ef ég myndi bara grennast, þá myndi allt ganga betur. Þá yrði hann kannski ástfanginn af mér aftur.“

Bjarndís dró sjálfa sig mikið niður og loks kom að þeim tímapunkti að hún var farin að borða einungis eina máltíð á dag.

Bjarndís grenntist skuggalega hratt

„Svo ældi ég alltaf eftir þessa einu máltíð, ældi þangað til ég var byrjuð að æla galli. Ég vildi helst ekki drekka heldur því að þá sagði vigtin mér að ég væri þyngri. Ég drakk eitt vatnsglas á morgnanna og eitt á kvöldin.“

Vikurnar liðu og það sem Bjarndís hafði óttast mest helltist yfir hana.

„Á endanum hæti hann með mér og ég fékk aldrei að vita af hverju. Ég hélt því áfram að halda að það væri vegna þess að ég væri einfaldlega ekki nógu flott fyrir hann. Ég fór í mikla ástarsorg og hélt áfram að léttast.“

Vinir Bjarndísar fóru fljótlega að taka eftir breytingunum á líkama hennar en þorðu þó ekki að nefna neitt við hana.

Berst ennþá við sjálfa sig tíu árum síðar

„Núna er ég að verða 27 ára gömul og enn þann dag í dag er ég í daglegri baráttu við sjálfa mig um að kíkja í spegilinn. Ég byrja ósjálfrátt að brjóta mig niður. Þú ert of feit, þessi læri, bumban er ljót, þú ert með slit, vá hvað þú hefur fitnað. Hugurinn minn fer á flug nánast daglega, þetta er stanslaus barátta. Ef einhver segir mér að ég líti vel út þá veit ég ekki hvernig ég á að taka því af því að mér finnst ég ekki líta vel út.“

Bjarndís í dag

Fyrir stuttu lenti Bjarndís svo í atviki sem fékk hana til þess að hugsa.

„Mér var tilkynnt það að ég hefði svo sannarlega bætt á mig og að ég þyrfti að fara að hugsa betur um sjálfa mig. Mér var sagt að ég ætti bara að ganga í svörtum fötum af því að það myndi fela fituna. Ég brotnaði niður.“

Ekki nógu góð af því hún var of feit

Bjarndís lá í þrjá sólarhringa uppi í rúmi og borðaði ekki neitt eftir þetta atvik.

„Ég hugsaði bara út í það að taka auðveldu leiðina út úr þessari „offitu minni“. Ég gæti borðað einu sinni á dag og ælt því. Stundað svo líkamsrækt eins og ég er vön. Ég var komin á þann stað að ég var tilbúin til þess að fara aftur í þennan pakka. Ég upplifði þessa sömu tilfinningu og ég fékk þegar fyrrverandi hætti með mér. Mér fannst ég ekki nógu góð fyrir einhverja ákveðna manneskju og það af því að ég væri of feit.“

Bjarndís segist ekki þurfa áminningu um útlit sitt.

„Ég veit vel hvernig ég lít út. Ég er vissulega í yfirþyngd en ég er ekki offitusjúklingur. Ég þarf að horfa á sjálfa mig í speglinum á hverjum morgni, ég þarf að bera þennan þunga alla daga, ég klæði mig alla daga. Ég þarf ekki áminningu frá einhverjum úti í bæ. En ég get sagt ykkur það að ég er miklu heilsuhraustari í dag 20 kílóum þyngri, heldur en ég var fyrir tíu árum síðan. Ég verð sjaldan veik, ég er með vöðva og ég hreyfi mig reglulega.“

Bjarndís stundar reglulega hreyfingu í dag

Bjarndís segist hræðast athugasemdir frá öðru fólki þar sem hún eigi erfitt með útlit sitt.

„Ég á erfitt með að fara ein í ræktina því ég er hrædd um að fólki horfi á mig og geri grín, ég er veikburða þegar kemur að því hvernig ég lít út. En ég hef ákveðið að gera mitt allra besta til þess að komast í mitt besta form, á rétta veginn. Ég ætla ekki að detta í „auðveldu“ leiðina og ég ætla ekki að láta álit annara hafa áhrif á mitt líf. Ég áttaði mig líka á því þegar ég lá uppi í rúmi í þunglyndi mínu að þrátt fyrir að ég myndi léttast um 20 kíló þá yrði samt sett út á mig. Sumir eru bara þannig gerðir að þeir hafa ekkert fallegt að segja.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?