fbpx
Bleikt

Ariana Grande heldur sína leið: Ekki nægur tími fyrir rómantíkina

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 10. maí 2018 09:12

Söngkonan Ariana Grande er hætt með kærastanum sínum, rapparanum Mac Miller eftir tæplega tveggja ára samband. Samkvæmt slúðurpressu E! Online lauk sambandinu á friðsælum nótum og segjast báðilar aðilar vera góðir vinir, að ástin hafi fjarað út sökum mikilla anna og gafst lítill tími fyrir rómantíkina á síðustu misserum.

Þau Grande og Miller sáust síðast saman í eftirpartíi hjá Madonnu í kringum Óskarsverðlaunin fyrr á árinu en orðrómur hefur verið uppi um breytta sambandsstöðu frá því söngkonan mætti ein á Met Gala kvöldið í vikunni.

Parið hefur farið víðan völl á undanförnum árum og mikið spreytt sig saman á sviði. Einnig unnu þau saman að tónlistarmyndbandinu My Favorite Part og gáfu út lagið The Way árið 2013, áður en þau hófu samband þremur árum síðar.

 

Sjá má og heyra lagið The Way hér að neðan.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?