fbpx
Bleikt

6 einföld ráð til að halda heimilinu snyrtilegu alla daga

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. maí 2018 11:00

Það er fátt leiðinlegra en þegar heimilið er alltaf á rúi og stúi. Hér eru nokkur einföld og fljótleg ráð sem taka ekki langan tíma til að halda heimilinu snyrtilegu alla daga. Annan tíma má svo nota í stærri og öflugri þrif og tiltekt.

Morgnar:
1) Búðu um rúmið
Ekki fara að heiman án þess að búa um rúmið.

2) Tæmdu vaskinn
Ekki skilja óhreint leirtau eftir í vaskinum. Þvoðu leirtauið sem notað er í morgunmatnum eða skolaðu það og settu í uppþvottavélina.

3) Þurrkaðu af
Þurrkaðu af eldhús- og baðhergisborðum, vöskum og krönum. Burstaðu jafnvel klósettskálina með klósettburstanum.

Eftirmiðdagur/kvöld:
1) Moppaðu létt yfir eldhús- og stofugólf. Það er líka snilld að eiga handryksugu til að grípa til.

2) Hreinsaðu upp draslið
Gakktu um með körfu og hreinsaðu upp dótið sem liggur hér og þar. Þegar karfan er orðin full, gakktu þá frá hlutunum á sinn stað.

3) Undirbúðu næsta dag
Hafðu skólatöskur og aðrar töskur tilbúnar, hús- og bíllykla, föt – allt sem gerir morgnana auðveldari. Hengdu upp fatnað, yfirhafnir og handklæði sem notuð hafa verið yfir daginn.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir