fbpx
Bleikt

5 mínútna súkkulaði popp- og ávaxtaspjót 

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. maí 2018 15:30

Hanna Þóra Helgadóttir bloggari á fagurkerar.is deilir hér ljúffengri uppskrift að fljótlegu og góðu gotteríkyns, sem er tilvalið að útbúa fyrir Eurovision í kvöld.

5 mínútna súkkulaði popp- og ávaxtaspjót

Nú þegar Ísland er að keppa í öllu mögulegu á komandi mánuðum er tilvalið að vera með skemmtilegt og einfalt gotterí á boðstólum fyrir dygga stuðningsmenn heima í stofu. Þessar uppskriftir henta öllum aldri og hægt að útfæra með og án sykurs allt eftir því hvaða súkkulaði verður fyrir valinu hverju sinni.

Súkkulaðipopp
1 poki poppkorn (ég kýs stjörnu- eða fitnesspopp, þá er það kalt og tilbúið hvenær sem er)
1 súkkulaðiplata að eigin vali
Nammi til að strá yfir poppið, M&M er sérlega vinsælt og litríkt.

Ég tek bökunarpappír og dreifi poppinu yfir örkina. Bræði súkkulaðið í örbylgjuofninum þar til það er alveg bráðnað. Set súkkulaðið yfir poppið þannig að myndist mjóar línur af súkkulaði á poppinu.
Set M&M yfir meðan súkkulaðið er ennþá volgt.

Leyfa þessu að kólna alveg og storkna. Setja í fallega skál og njóta! Fullkomið með Eurovision eða góðum landsleik.

Meðan ég er ennþá að vinna með bráðið súkkulaði er tilvalið að útbúa ávaxtaspjót með súkkulaðihúðuðum bananabitum.
Þetta slær alltaf í gegn og það má líka alveg sleppa súkkulaðinu og kökuskrautinu, það rennur líka ljúflega niður hjá öllum aldurshópum.
Bræði meira súkkulaði og set á bananabitana.
Meðan súkkulaðið er ennþá blautt dreifi ég kökuskrauti á bitana yfir skál svo minna fari til spillis.
Hægt að hafa ákveðinn lit á skrauti ef um þema er að ræða.

Heimasíða Fagurkera.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?