fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

„Ég brást barninu mínu á allan hátt sem foreldri“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. maí 2018 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem vill birta frásögn sína nafnlaust segir frá reynslu sinni, en hún og barn hennar máttu sætta stöðugu ónæði af hálfu barnsföður konunnar og föður barnsins. Að lokum flúði hún með barnið til annars lands, eingöngu til að átta sig á að þrátt fyrir að þau séu frjáls undan ónæði og ofsóknum barnsföður hennar, þá getur barnið ekki ræktað tengslin við Ísland og fjölskyldu sína þar.

Við leyfum móðurinni að hafa orðið:

Þegar við verðum foreldrar þá reynum við alltaf að gera það besta fyrir börnin okkar og höldum að við gerum það besta með því að hlífa þeim og vernda þau að öllu leyti.
Fyrir mörgum árum fékk ég sólargeisla inn í líf mitt, fallegt og voru allir útlimir eðlilegir. Ljúft og gott barn.
En þegar það fór að þroskast þá var barnið mitt seint til að skríða, seint að ganga, seint að tala.
Á þessum tíma bjuggum við við flóknar heimilisaðstæður, barnsfaðir minn gekk ekki alveg heill til skógar. Og flækti það okkar mál talsvert mikið.
Ég flutti út af heimilinu með aðstoð yfirvalda með barnið þá að verða tveggja ára.

En barnsfaðir minn var ekki sáttur við höfnunina. Hann sat fyrir okkur og oft voru afskipti frá yfirvöldum, en ekkert var hægt að gera því ég og barnið mitt vorum ekki með sjáanlega áverka og hann var ekki búinn að skemma neitt veraldlegt heldur. Stundum var hreinlega auðveldara að hafa hann inn á heimilinu, því þá var áreitið minna.

Eftir átta ára baráttu gáfumst við endanlega upp og reyndum að flytja á milli landshluta. En þá tóku við stöðugar hringingar allan sólarhringinn og ef honum var ekki svarað þá fór hann í ættingja og vini mína til að uthúða mér.

Á þessum tíma fór barnaverndarnefnd að hafa afskipti af okkur, en engar lausnir var að finna þar. Engin úrræði var að finna hjá lögreglunni, önnur en að hafa símanúmerið mitt upp á vegg og ef að yrði hringt úr því númeri þá væri það forgangur hjá þeim.

Ég talaði við lækna, sálfræðinga og hugræna atferlisfræðinga til að fá aðstoð fyrir barnið mitt en það gekk ekkert.
Það var farið með símaupptöku á lögreglustöðina, en það var ekki hægt að nýta hana því hún var of leiðandi.
Ef að það var bíll í innkeyrslunni annar en minn þá fékk ég símtal frá barnsföður mínum. Það var aldrei friður, það var enginn stuðningur í boði.

Barnið okkar var farið að sýna merki um kvíða, þunglyndi og félagsfælni. Það var orðið erfitt fyrir það að fara i skóla því allt i einu þá fannst barninu það vera skylda þess að benda á móður sína, en það mátti ekki að henni sjá.

Barnið fór ekki út með vinum á kvöldin þar sem því þótti það afskaplega erfitt að pabbi þess kom og bauð því pening fyrir framan vinina. Vinirnir sem vissu ekki hvað gekk á fannst pabbinn bara flottur og sögðu: „Vá hvað þú átt flottan pabba.“

En ég brást barninu mínu algjörlega á allan hátt. Ég sé það núna þegar við erum flúin til annars lands.
Ég sé að ég stóð mig ekki sem foreldri í að koma barninu mínu út úr þessum aðstæðum.
Barnið er búið að fara einu sinni til Íslands og kom það skaddað andlega og tilfinningalega til baka.

Eftir frábæra heilbrigðisþjónustu í nýju landi.
Þá er komið i ljós að barnið mitt er með miklar geðraskanir.
Ég er reið við sjálfa mig fyrir að hafa ekki barið fastar að dyrum eftir aðstoð fyrir barnið mitt.
En þakklát fyrir frelsið í nýju landi, hér erum við frjáls og barnið mitt að upplifa frelsi og öryggi og hvað það er gaman að vera táningur, frjáls táningur.
En samt er barnið enn í fangelsi að mörgu leyti.
Það kemst ekki heim til Íslands.
Það getur ekki verið í samskiptum við afa og ömmur né aðra fjölskyldumeðlimi, ekki farið til landsins til að taka þátt i stórum viðburðum i fjölskyldu sinni.

Ég bað barnið mitt afsökunar með tárin i augunum.
Afsökunar á að hafa ekki staðið mig sem betur sem foreldri.
Afsökunar á að það hafi ekki fengið eðilegt líf sem frjálst barn sem á að geta hoppað í pollum og farið og gist hjá vinum.
Afsökunar á að hafa ekki haft kjark til að yfirgefa fjölskylduna, hin börnin mín, tengdason og barnabörn.

Barnið horfði i augun á mér i smá stund (sem er stór sigur) og sagði: „Mamma þú ert besta mamma í heimi. Og veistu að okkar líf er eðlilegt.“ Síðan hugsaði barnið sig um smástund og sagði: „En mamma það er fult af fólki sem er í þessu sama og við. Við erum ekki ein. Ég er bara heppin, ég hef val og vel að fara ekki til Íslands fyrr en ég treysti mér til, kannski þetta árið og kannski bara aldrei.“

Að lokum segir barnið mitt við mig: „En þarftu að segja eitthvað meira. Má ég fara núna út að hitta vini mína. Verður ekki allt í lagi með þig?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt