fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Matartegundir sem eiga aldrei að fara í ísskápinn

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 7. maí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt sjálfsagðara en að vilja varðveita allan þann mat sem keyptur er, en það eru algeng mistök að gera ráð fyrir að ísskápurinn sé besti staðurinn til þess í flestum tilfellum.

Kíkjum á fimmtán fæðutegundir sem ætti helst að fjarlægja úr ísskápnum um stund eða eiga lítið erindi í kælinn til að byrja með.

 

Chili-pipar
Rauður, gulur, grænn… það skiptir engu máli. Ef þú vilt sjá litinn dofna af fínum chili-pipar er þá til ráða að skella honum í ísskápinn. Það skemmir líka bragðið. Það viljum við ekki.

 

Tómatar
Kæling dregur bragðið úr tómötum. Tómatar geymast best í stofuhita.

 

Laukur
Ef laukur er geymdur í ísskáp verður hann mjúkur og myglulegur, allt sökum rakans.

 

Hvítlaukur
Líkt og með frænda sinn er best að geyma hvítlauk á svölum og þurrum stað, en alls ekki í ísskápnum. Ekki nema gúmmíkenndur hvítlaukur sé þér að skapi.

 

Kaffi
Til þess að kaffið viðhaldi ferskleikanum er nauðsynlegt að geyma það á þurrum stað. Best er líka að geyma kaffibaunirnar í innsigluðu íláti til þess að gæði baunana fari ekki rýrnandi. Varist þess að setja kaffibaunir nálægt ljósi, hita eða raka. Þá ættirðu að vera í fínum málum.

 

Bananar
Næringarefni banana njóta sín betur án kuldastigs. Ef þú vilt flýta fyrir ferlinu að sjá banana rotna er ísskápurinn hárrétti staðurinn.

 

Melónur
Það verður engin breyting á andoxunarefnum ef melónur (hverjar sem tegundirnar eru) haldast frá kælingu. Það er í lagi að geyma skornar melónur í ísskápnum, en þá er best að pakka þeim vel inn.

 

Ólífuolía
Ef þú vilt breyta ólífuolíu í efni sem er líkara smjöri, þá er ísskápurinn besta leiðin til þess. En ólífuolía geymist best í skyggðu og lokuðu rými.

 

Hnetusmjör
Kæling getur valdið því að hnetusmjörið verði hart og þurrt. Væri ekki betra að koma í veg fyrir það?

 

Brauð
Brauð er ein af þessum fæðutegundum sem verður þurr og bragðlaus eftir því sem hitastigið lækkar. Frystirinn er í lagi, en látið ísskápinn vera.

 

Gulrætur
Ef gulrætur eru geymdar of lengi í kælingu er hætta að þær verði vatnskenndar fljótt og skemmist skömmu síðar. Helst á að geyma gulrætur á dimmum stað, frá öllu sólarljósi og helst raka.

 

Epli
Sagt er að eitt epli á dag komi heilsunni í lag, en merkilega margir halda að þau séu best geymd á sama stað og mjólkin eða sódavatnið. Það er ekki rangt, en epli geta enst í hátt í tvær vikur í stofuhita og því lítill tilgangur að troða þeim fyrir þar sem betur væri hægt að nýta plássið. Ensímastarfssemi epla verður virkari og öflugri við stofuhita.

 

Sætar kartöflur
Sætar kartöflur eru best geymdar á sæmilega loftkældum stað og helst í myrkri. Geymist þær í ísskáp verður erfiðara að skera þær.

 

Kleinuhringir
Sykur og raki fer ekki vel saman. Ef það er engin fylling í kleinuhringnum er best að plasta hann og stinga honum í frystinn, ef ekki stendur til að borða hann undir eins.

 

Hunang
Ef hunang lokast af í loftþéttu íláti getur það enst að eilífu, eða svo gott sem. Kuldi getur ollið því að hunangið kristallist. Þá er það ónýtt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur

Sjáðu ótrúlega hegðun leikmanna Chelsea í gær – Pochettino hótar að reka þá ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“

Sjáðu hræðilegan dóm Jóhanns Inga í gær – „Allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir.“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.